Íslenski boltinn

Jeppe og Arnþór Ari í stuði | Myndir

Stjörnumenn fagna sigurmarkinu í kvöld.
Stjörnumenn fagna sigurmarkinu í kvöld. vísir/davíð

Stjarnan og Breiðablik unnu leiki sína í Lengjubikar karla í kvöld.

Arnþór Ari Atlason skoraði tvö mörk fyrir Blika er liðið valtaði yfir Víking frá Ólafsvík. Víkingur komst yfir í leiknum en þá tóku Blikar yfir.

Arnþór Ari að minna á sig en hann kom frá Fram. Fín tíðindi fyrir Blika að liðið skori mikið af mörkum sama dag og liðið varð að sjá á eftir Kristjáni Flóka Finnbogasyni í Hafnarfjörðinn en Blikar töldu að hann kæmi til þeirra.

Blikar komust upp í þriðja sæti síns riðils með sigrinum. Eru á eftir Fylki og FH en eiga leik, og leiki, inni. Víkingur í næstneðsta sæti.

Jeppe Hansen skoraði eina markið er Stjarnan tók á móti Þór á Samsung-vellinum. Jeppe Hansen með markið skömmu fyrir leikslok. Stjarnan komst með sigrinum upp í þriðja sæti síns riðils en Þór er á botninum.

Úrslit:

Breiðablik-Víkingur Ó.  4-1
0-1 Steinar Már Ragnarsson, 1-1 Guðjón Pétur Lýðsson, 2-1 Arnþór Ari Atlason, 3-1 Ellert Hreinsson, 4-1 Arnþór Ari Atlason.

Stjarnan-Þór 1-0
1-0 Jeppe Hansen (88.)

Davíð Snær tók myndir úr leik Stjörnunnar og Þórs sem má sjá hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.