Enski boltinn

Van Gaal hefur trú á að United nái öðru sætinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Gaal á blaðamannafundi.
Van Gaal á blaðamannafundi. Vísir/Getty
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, hefur fulla trú á að sínir menn geti endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. United er sem stendur í fjórða sætinu.

„Komandi leikir eru úrslitaleikir. Við erum nálægt fullt af félögum. Við getum endað í öðru eða þriðja," sagði Hollendingurinn á blaðamananfundi.

„Það er ekki mikill munur á liðunum. Manchester United verður að vera eitt af liðunum sem fer í Meistaradeild Evrópu."

Manchester United beið afhroð á síðasta tímabili undir David Moyes sem var á endanum rekinn frá félaginu. Van Gaal hefur trú á að sínir menn geti náð sínum takmörkum.

„Við verðum að hafa sjálfstraust að við getum lent þar sem við ætluðum okkur að enda. Ég ber fullt traust til minna leikmanna."

„Það sem ég hef séð á æfingarvellinum, þá hefur okkur farið fram. Það er þó stór munur á milli æfingarvallarins og leikja," sagði sá geðþekki að lokum.

United er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir erkifjendunum í City sem er í öðru sæti. United mætir Tottenham á morgun, en með sigri getur Tottenham farið upp fyrir United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×