Enski boltinn

Stórleikur Man. Utd og Arsenal líka í beinni á Stöð 2 Sport 2

Stjórar liðanna, Van Gaal og Wenger.
Stjórar liðanna, Van Gaal og Wenger. vísir/getty
Stórleikur Manchester United og Arsenal í enska bikarnum í kvöld verður í beinni á bæði Stöð 2 Sport og Sport 2.

Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er gjörsamlega allt undir hjá báðum félögum. Það lið sem tapar á ekki möguleika á því að vinna titil að þessari leiktíð.

Rimmur liðanna í gegnum tíðina hafa oftar en ekki verið skemmtilegar og miðað við mikilvægi leiksins í kvöld má jafnvel búast við átökum í anda þess tíma er Roy Keane og Patrick Vieira tókust á hér á árum áður.

Leikurinn verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi fyrir þá sem ekki eiga tök á því að sjá leikinn í sjónvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×