Hyggst gera stórmynd um skipskaða Suðurlandsins Llinda Blöndal skrifar 20. febrúar 2015 20:45 Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframeiðandi í Hollywood og Óttar Sveinsson, höfundur Útkallsbókanna. Mynd/Stöð 2 Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur keypt kvikmyndaréttinn af bókinni Útkall í Atlantshafi á jólanótt. Þar er greint frá hinum hrikalegu örlögum flutningaskipsins Suðurland og áhöfn þess þar sem sex menn fórust. Stöð 2 hitti Sigurjón og Óttar Sveinsson, höfund bókarinnar, á Grandanum við Reykjavíkurhöfn, einmitt við þann stað sem útkallið barst um árið. Þar var björgunaraðgerðum stjórnað frá húsi Landsbjargar. Hrikaleg barátta í sjónumMyndin mun byggja á bók Óttars sem út kom árið 1999. Fimm skipbrotsmenn af Suðurlandi lýsa þar hrikalegri baráttu í gúmmíbát í meira en hálfan sólarhring eftir að skip þeirra sökk á milli Íslands og Noregs á jólanótt árið 1986. Mennirnir börðust í stormi og myrkri við úthafsöldurnar. Ellefu voru í áhöfn, átta náðu í björgunarbátinn þar sem þrír höfðu það síðan ekki af. Margt bendir til að skipið hafi verið tekið niður af sovéskum eða jafnvel breskum kafbáti. Of ótrúleg saga Sigurjón segir þetta svo sterka og áhrifamikla sögu að allir geti sett sig í spor mannanna sem lentu í slysinu. „Á ögurstund er líklega hverri persónu lýst best,“ segir Sigurjón. „Svo eru ýmsar aðrar ástæður sem gera þetta að spennandi kvikmyndaefni. Þetta er náttúrulega myndrænt og svo gerist þetta á jólanótt. Ef maður byggi þessa sögu til myndu allir segja að þetta væri afar fín mynd en þetta gæti aldrei hafa gerst.“Sjá einnig: Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016Margt gerist á fjórtán tímum Óttar segist hafa séð atburðinn fyrir sér á hvíta tjaldinu. „Já, maður gat alveg séð þetta fyrir sér. Þegar svo langur tími líður frá því slysið á sér stað, eitthvað um miðnætti, og þar til björgunin á sér stað. Þetta eru fjórtán klukkustundir og á þeim tíma gerist svo margt. Þarna eru menn að berjast fyrir lífi sínu og týna tölunni og margt að gerast annars staðar líka,“ sagði Óttar. Björgunarskipið var danskt og kom frá Færeyjum þar sem það var statt og með ógnarhraða var lagt af stað í björgun á aðfangadagskvöld. Verður að vera stórmynd Mikið verk er þó óunnið áður kvikmynd verður tilbúin en Óttar og Sigurjón hafa undirbúið gerð myndarinnar í tvö og hálft ár. Fimm ár gætu liðið þar til kvikmyndað verður. „Það tekur náttúrlega langan tíma að koma myndum á hvíta tjaldið, ekki síst stórmyndum,“ segir Sigurjón. „Þetta er flókin mynd í framleiðslu og getur ekki orðið annað en stórmynd og dýr mynd. En mesta töfin er að bíða eftir því að handritið verði nógu gott svo þú farir í tökur.“ Óttar mun vinna að handritinu einnig, enda þekkir hann söguna best segir Sigurjón og því best að nota hans krafta. Sjá einnig: Vilja vita hvað raunverulega gekk áAnnt um minningu fólksins Ekki er í raun svo langt síðan Suðurlandið fórst og mun því kvikmynd um skipskaðann höfða sterkt til margra eftirlifandi ættingja og áhafnarmanna sem enn lifa. „Manni er annt um að halda minningu þessa fólks á lofti,“ segir Óttar. Íslenska kvikmyndafyrirtækið Elf films gerði þessu skil í heimildarkvikmynd sem sýnd var síðustu jól á Stöð tvö og nefnist „Höggið.“ Sjá má brot úr myndinni í frétt Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00 Vilja fá að vita hvað raunverulega gekk á Mikilvægt er fyrir aðstandendur að fá að vita orsakir þess að Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi á jólanótt fyrir 28 árum. 16. janúar 2015 08:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur keypt kvikmyndaréttinn af bókinni Útkall í Atlantshafi á jólanótt. Þar er greint frá hinum hrikalegu örlögum flutningaskipsins Suðurland og áhöfn þess þar sem sex menn fórust. Stöð 2 hitti Sigurjón og Óttar Sveinsson, höfund bókarinnar, á Grandanum við Reykjavíkurhöfn, einmitt við þann stað sem útkallið barst um árið. Þar var björgunaraðgerðum stjórnað frá húsi Landsbjargar. Hrikaleg barátta í sjónumMyndin mun byggja á bók Óttars sem út kom árið 1999. Fimm skipbrotsmenn af Suðurlandi lýsa þar hrikalegri baráttu í gúmmíbát í meira en hálfan sólarhring eftir að skip þeirra sökk á milli Íslands og Noregs á jólanótt árið 1986. Mennirnir börðust í stormi og myrkri við úthafsöldurnar. Ellefu voru í áhöfn, átta náðu í björgunarbátinn þar sem þrír höfðu það síðan ekki af. Margt bendir til að skipið hafi verið tekið niður af sovéskum eða jafnvel breskum kafbáti. Of ótrúleg saga Sigurjón segir þetta svo sterka og áhrifamikla sögu að allir geti sett sig í spor mannanna sem lentu í slysinu. „Á ögurstund er líklega hverri persónu lýst best,“ segir Sigurjón. „Svo eru ýmsar aðrar ástæður sem gera þetta að spennandi kvikmyndaefni. Þetta er náttúrulega myndrænt og svo gerist þetta á jólanótt. Ef maður byggi þessa sögu til myndu allir segja að þetta væri afar fín mynd en þetta gæti aldrei hafa gerst.“Sjá einnig: Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016Margt gerist á fjórtán tímum Óttar segist hafa séð atburðinn fyrir sér á hvíta tjaldinu. „Já, maður gat alveg séð þetta fyrir sér. Þegar svo langur tími líður frá því slysið á sér stað, eitthvað um miðnætti, og þar til björgunin á sér stað. Þetta eru fjórtán klukkustundir og á þeim tíma gerist svo margt. Þarna eru menn að berjast fyrir lífi sínu og týna tölunni og margt að gerast annars staðar líka,“ sagði Óttar. Björgunarskipið var danskt og kom frá Færeyjum þar sem það var statt og með ógnarhraða var lagt af stað í björgun á aðfangadagskvöld. Verður að vera stórmynd Mikið verk er þó óunnið áður kvikmynd verður tilbúin en Óttar og Sigurjón hafa undirbúið gerð myndarinnar í tvö og hálft ár. Fimm ár gætu liðið þar til kvikmyndað verður. „Það tekur náttúrlega langan tíma að koma myndum á hvíta tjaldið, ekki síst stórmyndum,“ segir Sigurjón. „Þetta er flókin mynd í framleiðslu og getur ekki orðið annað en stórmynd og dýr mynd. En mesta töfin er að bíða eftir því að handritið verði nógu gott svo þú farir í tökur.“ Óttar mun vinna að handritinu einnig, enda þekkir hann söguna best segir Sigurjón og því best að nota hans krafta. Sjá einnig: Vilja vita hvað raunverulega gekk áAnnt um minningu fólksins Ekki er í raun svo langt síðan Suðurlandið fórst og mun því kvikmynd um skipskaðann höfða sterkt til margra eftirlifandi ættingja og áhafnarmanna sem enn lifa. „Manni er annt um að halda minningu þessa fólks á lofti,“ segir Óttar. Íslenska kvikmyndafyrirtækið Elf films gerði þessu skil í heimildarkvikmynd sem sýnd var síðustu jól á Stöð tvö og nefnist „Höggið.“ Sjá má brot úr myndinni í frétt Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00 Vilja fá að vita hvað raunverulega gekk á Mikilvægt er fyrir aðstandendur að fá að vita orsakir þess að Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi á jólanótt fyrir 28 árum. 16. janúar 2015 08:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00
Vilja fá að vita hvað raunverulega gekk á Mikilvægt er fyrir aðstandendur að fá að vita orsakir þess að Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi á jólanótt fyrir 28 árum. 16. janúar 2015 08:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent