Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2015 14:48 Best er að halda sig innandyra í dag ef kostur er. Vísir/Stefán Lokað er fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði en ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óveður og strórhríð er á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Þungfært er á Suðurstrandarvegi frá Festarfjalli að Krísuvíkurafleggjara. Hálkublettir eru á nokkrum köflum á Suðurlandi, einkum í uppsveitum.Sjá einnig:Lægðin sem stríðir landsmönnum í beinni útsendinguÓveður á Holtavörðuheiði Hálkublettir eru allvíða á Vesturlandi. Óveður hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiðinni. Snjóþekja er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er víðast hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdáni, Mikladal og Klettshálsi.Óveður svo til alls staðar Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi. Óveður er á Víkurskarði og snjóþekja. Óveður í austanverðum Eyjafirðinum. Óveður er á Vatnsskarði og Gauksmýri með hálku og skafrenningi. Á Norðurlandi eystra og Austfjörðum er hálka á flestum vegum og eitthvað um hálkubletti. Þæfingsfærð er á Hólasandi og Vatnsskarði eystra. Þungfært og óveður er á Hófaskarði og Hálsum. Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en mikið hvassviðri. Óveður er nánast frá Hellu og austur í Öræfasveit. Ófært og Stórhríð á Reynisfjalli. Ófært og óveður við Freysnes og Kvísker.Spá veðurstofu Íslands frá klukkan 13:34 Reiknað er með austan 20-30 m/s sunnanlands, snjókomu og skafrenningi, hvassast með suðurströndinni. Annars staðar austan og norðaustan 13-23, dálítil él og skafrenningur. Norðan 10-18 m/s á morgun, en 15-23 m/s SA-til. Él eða snjókoma N- og A-lands, en úrkomulaust annars staðar. Dregur meira úr vindi á vestanverðu landinu seinninpartinn á morgun. Frost á bilinu 0 til 7 stig. Versta veðrið í dag verður S-lands og mikill vindstyrkur ásamt snjókomu og skafrenningi þýðir að skyggni verður lítið sem ekkert á köflum. Þó úrkomuminna verði í öðrum landshlutum er vindstyrkur þar nægur til að hreyfa lausan snjó sem fyrir er og mynda kóf og tefja ferðalög eða hamla þeim. Á morgun (mánudag) er útlit fyrir stífa norðanátt, en búist er við mun hægari vindi á þriðjudag. Lægir heldur og minni líkur eru á snörpum vindhviðum undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi úr þessu. Enn er spáð ofsaveðri fram eftir degi á þjóðveginum austan Hellu og undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verða hviður allt að 50 m/s fram á kvöld. Í Öræfum og á Skeiðarársandi nær veðurhæð hámarki síðdegis. Þar verða mjög snarpir snarpir sviptivindar með ofankomu, skafrenningi og eins sandfoki. Fer ekki að ganga niður á þeim slóðum fyrr en í nótt.Uppfært klukkan 15:45 Búið er að loka Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Lokað er fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði en ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óveður og strórhríð er á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Þungfært er á Suðurstrandarvegi frá Festarfjalli að Krísuvíkurafleggjara. Hálkublettir eru á nokkrum köflum á Suðurlandi, einkum í uppsveitum.Sjá einnig:Lægðin sem stríðir landsmönnum í beinni útsendinguÓveður á Holtavörðuheiði Hálkublettir eru allvíða á Vesturlandi. Óveður hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiðinni. Snjóþekja er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er víðast hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdáni, Mikladal og Klettshálsi.Óveður svo til alls staðar Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi. Óveður er á Víkurskarði og snjóþekja. Óveður í austanverðum Eyjafirðinum. Óveður er á Vatnsskarði og Gauksmýri með hálku og skafrenningi. Á Norðurlandi eystra og Austfjörðum er hálka á flestum vegum og eitthvað um hálkubletti. Þæfingsfærð er á Hólasandi og Vatnsskarði eystra. Þungfært og óveður er á Hófaskarði og Hálsum. Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en mikið hvassviðri. Óveður er nánast frá Hellu og austur í Öræfasveit. Ófært og Stórhríð á Reynisfjalli. Ófært og óveður við Freysnes og Kvísker.Spá veðurstofu Íslands frá klukkan 13:34 Reiknað er með austan 20-30 m/s sunnanlands, snjókomu og skafrenningi, hvassast með suðurströndinni. Annars staðar austan og norðaustan 13-23, dálítil él og skafrenningur. Norðan 10-18 m/s á morgun, en 15-23 m/s SA-til. Él eða snjókoma N- og A-lands, en úrkomulaust annars staðar. Dregur meira úr vindi á vestanverðu landinu seinninpartinn á morgun. Frost á bilinu 0 til 7 stig. Versta veðrið í dag verður S-lands og mikill vindstyrkur ásamt snjókomu og skafrenningi þýðir að skyggni verður lítið sem ekkert á köflum. Þó úrkomuminna verði í öðrum landshlutum er vindstyrkur þar nægur til að hreyfa lausan snjó sem fyrir er og mynda kóf og tefja ferðalög eða hamla þeim. Á morgun (mánudag) er útlit fyrir stífa norðanátt, en búist er við mun hægari vindi á þriðjudag. Lægir heldur og minni líkur eru á snörpum vindhviðum undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi úr þessu. Enn er spáð ofsaveðri fram eftir degi á þjóðveginum austan Hellu og undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verða hviður allt að 50 m/s fram á kvöld. Í Öræfum og á Skeiðarársandi nær veðurhæð hámarki síðdegis. Þar verða mjög snarpir snarpir sviptivindar með ofankomu, skafrenningi og eins sandfoki. Fer ekki að ganga niður á þeim slóðum fyrr en í nótt.Uppfært klukkan 15:45 Búið er að loka Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira