Börn í Reykjavík fengu ekki tannbursta: „Þeir eru að mismuna börnum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 12:00 "Mismununin er á grundvelli þeirra reglna sem forsvarsmennirnir setja, þeir sem stjórna borginni,“ segir Kristín Heimisdóttir. Tannlæknafélag Íslands fékk ekki heimild til að gefa grunnskólabörnum í Reykjavík tannburstagjafir á árlegri tannverndarviku sem lauk síðasta föstudag. Óskað var eftir heimild hjá skóla- og frístundasviði, sem ekki fékkst. Gjafirnar voru veittar öllum tíundu bekkingum utan höfuðborgarsvæðisins. Reglur borgarinnar kveða á um að ekki megi gefa börnum í grunnskóla gjafir, séu á þeim merkingar. Tannlæknafélagið hugðist gefa börnunum tannbursta, tannþráð og tannkrem í fræðsluskyni og vakti það töluverða athygli þegar fregnir bárust af því að ekki hefði fengist leyfi fyrir gjöfunum. Um var að ræða vörur frá fimm framleiðendum, en nær ómögulegt er að fá vörur sem ekki eru merktar framleiðenda. Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, segist ósátt fyrir hönd reykvískra barna. „Auðvitað er þetta mismunun. En mismununin er á grundvelli þeirra reglna sem forsvarsmennirnir setja, þeir sem stjórna borginni. Þeir eru að mismuna börnum og það er ekkert annað sem við getum gert en að fara eftir reglunum,“ segir Kristín í samtali við Vísi.Sjá einnig: Vill leyfa fyrirtækjum að gefa gjafir með forvarnargildiTannlæknafélagið fékk þó heimild fyrir gjöfunum á síðasta ári. Mbl.is fékk þá þær upplýsingar frá grunnskólaskrifstofu að ákveðið hefði verið að leyfa gjafirnar á þeim forsendum að um væri að ræða verkefni sem stuðlaði að bættri tannheilsu barna. Kristín segir það þó vekja athygli að heimildin var veitt í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, en aðspurð segist hún ekki vilja svara til um hvort hún teli það hafa haft áhrif á ákvörðun borgarinnar. Hún beinir þeirri spurningu til viðeigandi aðila. Embætti landlæknis stendur fyrir tannverndarviku á ári hverju og var hún nú dagana 2. – 7. febrúar. Vikan var helguð umfjöllum og fræðslu um sykurmagn í mat, sælgæti og drykkjum og mikilvægi þess að draga almennt úr sykurneyslu. Kjörorð tannverndarviku var „Sjaldan sætindi og í litlu magni“. Af þessu tilefni fengu allir tíundu bekkingar landsins heimsókn frá tannlæknum úr Tannlæknafélagi Íslands og tannlæknanemum í Háskóla Íslands. Ekki náðist í formann skóla- og frístundasviðs við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. 30. janúar 2015 13:27 Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Tannlæknafélag Íslands fékk ekki heimild til að gefa grunnskólabörnum í Reykjavík tannburstagjafir á árlegri tannverndarviku sem lauk síðasta föstudag. Óskað var eftir heimild hjá skóla- og frístundasviði, sem ekki fékkst. Gjafirnar voru veittar öllum tíundu bekkingum utan höfuðborgarsvæðisins. Reglur borgarinnar kveða á um að ekki megi gefa börnum í grunnskóla gjafir, séu á þeim merkingar. Tannlæknafélagið hugðist gefa börnunum tannbursta, tannþráð og tannkrem í fræðsluskyni og vakti það töluverða athygli þegar fregnir bárust af því að ekki hefði fengist leyfi fyrir gjöfunum. Um var að ræða vörur frá fimm framleiðendum, en nær ómögulegt er að fá vörur sem ekki eru merktar framleiðenda. Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, segist ósátt fyrir hönd reykvískra barna. „Auðvitað er þetta mismunun. En mismununin er á grundvelli þeirra reglna sem forsvarsmennirnir setja, þeir sem stjórna borginni. Þeir eru að mismuna börnum og það er ekkert annað sem við getum gert en að fara eftir reglunum,“ segir Kristín í samtali við Vísi.Sjá einnig: Vill leyfa fyrirtækjum að gefa gjafir með forvarnargildiTannlæknafélagið fékk þó heimild fyrir gjöfunum á síðasta ári. Mbl.is fékk þá þær upplýsingar frá grunnskólaskrifstofu að ákveðið hefði verið að leyfa gjafirnar á þeim forsendum að um væri að ræða verkefni sem stuðlaði að bættri tannheilsu barna. Kristín segir það þó vekja athygli að heimildin var veitt í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, en aðspurð segist hún ekki vilja svara til um hvort hún teli það hafa haft áhrif á ákvörðun borgarinnar. Hún beinir þeirri spurningu til viðeigandi aðila. Embætti landlæknis stendur fyrir tannverndarviku á ári hverju og var hún nú dagana 2. – 7. febrúar. Vikan var helguð umfjöllum og fræðslu um sykurmagn í mat, sælgæti og drykkjum og mikilvægi þess að draga almennt úr sykurneyslu. Kjörorð tannverndarviku var „Sjaldan sætindi og í litlu magni“. Af þessu tilefni fengu allir tíundu bekkingar landsins heimsókn frá tannlæknum úr Tannlæknafélagi Íslands og tannlæknanemum í Háskóla Íslands. Ekki náðist í formann skóla- og frístundasviðs við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. 30. janúar 2015 13:27 Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. 30. janúar 2015 13:27
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47
Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00
Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15
Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01