Innlent

Um tuttugu skjálftar síðasta sólarhringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Holuhrauni.
Frá Holuhrauni. Vísir/Valli

Um tuttugu skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enginn skjálfti hafi náð þremur stigum, þó að enn eigi eftir að fara yfir þá alla. „Rúmur tugur skjálfta mældist í kvikuganginum, stærsti M1,1.“

Skjálftahrina hófst við Herðubreið og Herðubreiðartögl upp úr klukkan tvö í nótt. „Mesta virknin hefur verið eftir 05:30. Um 30 skjálftar hafa mælst á þessu svæði. Stærsti skjálftinn varð klukkan 08:19 M2,7. Dregið hefur úr virkninni á þessu svæði síðasta klukkutímann,“ segir í tilkynningunni sem var send út skömmu fyrir klukkan 10 í morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.