Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir umhugsunarefni að lögreglan hafi fengið þrjú nálgunarbönn í hausinn frá dómstólum.
Aðstoðarlögreglustjóri sagði við Stöð 2 á dögunum að ef lögin nái ekki tilgangi sínum verði löggjafarvaldið að grípa boltann.
Hæstiréttur hafði þá fellt úr gildi þrjú nálgunarbönn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á jafnmörgum dögum.
„Það var alveg klárt að þegar lögin um nálgunarbann og brottvísun af heimili voru sett árið 2012, hann var að vernda þolendur í þessum aðstæðum,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir.
Brynjar segir þetta alrangt. Hann segist ekki telja að Alþingi eigi að endurskoða lögin.
„Nálgunarbann er náttúrulega ákveðin refsing, ég held að menn ættu að fara mjög varlega í þetta. Ég held ekki að það sé nein ástæða til að Alþingi skoði þetta sérstaklega. Ég held að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætti frekar að endurskoða sína starfshætti,“ segir Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson: Lögreglustjórinn ætti fremur að endurskoða sína starfshætti
Tengdar fréttir

Þrjú nálgunarbönn felld úr gildi
Hæstiréttur hefur á þremur dögum fellt úr gildi þrjú nálgunarbönn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn mönnum sem grunaðir eru um brot gegn fyrrverandi sambýliskonum sínum.

Aðstoðarlögreglustjóri segir niðurstöðu Hæstaréttar mikil vonbrigði
Alda Hrönn Jóhannsdóttir er ekki sammála því að falla úr gildi nálgunarbann á sambýlismann Juliane Ferguson.

Dreifði kynlífsmyndböndum af barnsmóður sinni meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane Ferguson. Hún segist óttast skilaboð til annarra kvenna sem felist í dómnum.