Innlent

Leitað að buxnalausum þjóf: Þekkirðu brjóstahaldarann?

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Buxurnar og brjóstahaldarinn, sem lögreglan á Selfossi haldlagði í málinu.
Buxurnar og brjóstahaldarinn, sem lögreglan á Selfossi haldlagði í málinu. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.

„Já, þetta eru sönnunargögnin okkar og nú leitum við eiganda buxnanna og brjóstahaldarans og biðjum alla sem geta hjálpað okkur að upplýsa málið að hafa samband í síma 444-2000“, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Lögreglan er með buxurnar og brjóstahaldarann á lögreglustöðinni á Selfossi.

Málið tengist hvarfi á fjórum Bengal-köttum á bænum Nátthaga í Ölfusi í nótt en brjóstahaldarinn og blettatígursbómullarbuxurnar fundust við hjólför bíls þar sem hvarf kattanna átti sér stað.

Lögreglan þreif og þurrkaði buxurnar og brjóstahaldaranna í dag en stærðin á skálunum er 34D. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Brjóstahaldarinn er í stærðinni 34 D. Haldarinn og buxurnar voru settar undir dekk á bílnum eftir að hann hafði orðið fastur. Voru klæðin skilin eftir á staðnum þegar bílinn losnaði.

„Ég bið bara þann sem var að verki, hvort sem það var einn eða fleiri, að skila köttunum öllum heilum á húfi án nokkurra eftirmála. Best að skilja þá eftir í flutningaboxunum á gólfinu í skemmunni og senda mér sms um það í 698-4840. Nú bíða allir eftir að fólkið átti sig á hvað þetta var heimskulegt að standa í svona þjófnaði“, segir Ólafur Sturla Njálsson í Nátthaga.


Tengdar fréttir

Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi

Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.