Google afhenti tölvupósta starfsmanna Wikileaks: „Réttarfarslegur skandall“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2015 23:29 AP/Getty „Þetta er ótrúlegur réttarfarslegur skandall sem þarna birtist,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, um ákvörðun Google að veita bandarískum stjórnvöldum aðgang að tölvupóstum og öðrum gögnum þriggja starfsmanna Wikileaks. Kjarninn greindi fyrst frá þessu máli en þessi beiðni barst frá bandarískum stjórnvöldum til Google vegna rannsóknar á Wikileaks og stofnanda þess, Julian Assange. Eru þessar leitarheimildir fengnar með dómsúrskurði og byggðar á grun um njósnir, samsæri og þjófnaði á eigum bandarískra stjórnvalda. Kristinn Hrafnsson er einn þessara þriggja blaðamanna en hinir tveir eru Sarah Harrisson og Joseph Farrel. „Það sem er ámælisvert og ömurlegt að horfa upp á að Google spyrnti greinilega ekki við fótum eins og Twitter gerði að vísu fyrir nokkrum árum síðan þegar þeir voru krafðir um svipaðar upplýsingar,“ segir Kristinn.Ráðist á blaðamenn Hann segir að þarna sé verið að ráðast á blaðamennsku með beinum hætti. „Það er algjörlega óásættanlegt að valdaaðili eins og Google skuli lúffa, leggja niður skottið og kannski bara af nokkurri ánægju, hlaupa til að aðstoða valdið með þessum hætti,“ segir Kristinn sem segir þetta varpa ljósi á það við hvers konar kerfi er að eiga þegar þessi beiðni um aðgang að tölvupóstum starfsmanna Wikileaks er lögð fyrir dómstól sem starfar í leynd. Þarna sé verið að safna upplýsingum til að koma höggi á þá sem starfa fyrir Wikileaks án þess að þeir viti af því og án þess að fulltrúi þeirra sé viðstaddur til að halda uppi vörnum.Upplýsingar sem snerta mín einkamál Kristinn segist hafa notað Gmail töluvert sem einkapóstfang áður en hann byrjaði að starfa fyrir Wikileaks. „Ég held að í pósthólfinu sem séu ríflega 50 þúsund póstar. Þetta er náttúrlega margra ára upphleðsla, síðan fór maður að draga úr því eftir að maður fór að kynnast því hvers konar batterí þetta er,“ segir Kristinn sem segir ekkert vera í pósthólfinu sem sé ofurviðkvæmt út frá starfi mínu sem blaðamaður á sínum tíma á Íslandi eða starfsmaður Wikileaks. „Þarna er ekkert sem setur annað fólk í hættu. Hins vegar eru þetta viðkvæmar upplýsingar engu síður. Þarna eru upplýsingar sem snerta sem mín einkamál, samskipti mín við fjölskyldu og vini og svo framvegis. Jú, og töluverð samskipti við aðra blaðamenn. Þetta illskiljanlegur leikur,“ segir Kristinn og segir ótrúlegt að bandarískum stjórnvöldum hafi tekist að fá þessa beiðni samþykkta og stimplaða af dómara.„Ég sé sekur um njósnir og samsæri“ „Við erum að tala um að það þarf að sýna fram á rökstuddan undir öllum eðlilegum kringustæðum, til að dómarinn fallist á heimildir af þessu tagi. Ég get ekki túlkað það öðruvísi en að ákæruvaldið í Bandaríkjunum hafi rökstuddan grun um að ég sé sekur um njósnir og samsæri og þjófnað á eigum bandarískra stjórnvalda og að dómarinn hafi fallist á þær röksemdir. Ég sem blaðamaður á mjög erfitt með að kyngja því að þetta geti talist eðlilegur ferill í lýðræðisríki þar sem menn hafa einhverja lágmarksvirðingu fyrir því sem blaðamenn eiga að gera.“ Wikileaks hefur krafist þess að fá að vita hvaða upplýsingar bandarísk stjórnvöld stjórnvöld fengu frá Google en Kristinn er ekki vongóður um svör. „Ég hef engar væntingar til stjórnkerfis í þessu hnignandi veldi þar sem stjórnvöld hafa greinilega tekið þá afstöðu að reyna að stroka út allar glæstar yfirlýsingar um frelsi til tjáningar, verndun blaðamanna og almenna verndun mannréttinda. “ Tengdar fréttir Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18 Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Þetta er ótrúlegur réttarfarslegur skandall sem þarna birtist,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, um ákvörðun Google að veita bandarískum stjórnvöldum aðgang að tölvupóstum og öðrum gögnum þriggja starfsmanna Wikileaks. Kjarninn greindi fyrst frá þessu máli en þessi beiðni barst frá bandarískum stjórnvöldum til Google vegna rannsóknar á Wikileaks og stofnanda þess, Julian Assange. Eru þessar leitarheimildir fengnar með dómsúrskurði og byggðar á grun um njósnir, samsæri og þjófnaði á eigum bandarískra stjórnvalda. Kristinn Hrafnsson er einn þessara þriggja blaðamanna en hinir tveir eru Sarah Harrisson og Joseph Farrel. „Það sem er ámælisvert og ömurlegt að horfa upp á að Google spyrnti greinilega ekki við fótum eins og Twitter gerði að vísu fyrir nokkrum árum síðan þegar þeir voru krafðir um svipaðar upplýsingar,“ segir Kristinn.Ráðist á blaðamenn Hann segir að þarna sé verið að ráðast á blaðamennsku með beinum hætti. „Það er algjörlega óásættanlegt að valdaaðili eins og Google skuli lúffa, leggja niður skottið og kannski bara af nokkurri ánægju, hlaupa til að aðstoða valdið með þessum hætti,“ segir Kristinn sem segir þetta varpa ljósi á það við hvers konar kerfi er að eiga þegar þessi beiðni um aðgang að tölvupóstum starfsmanna Wikileaks er lögð fyrir dómstól sem starfar í leynd. Þarna sé verið að safna upplýsingum til að koma höggi á þá sem starfa fyrir Wikileaks án þess að þeir viti af því og án þess að fulltrúi þeirra sé viðstaddur til að halda uppi vörnum.Upplýsingar sem snerta mín einkamál Kristinn segist hafa notað Gmail töluvert sem einkapóstfang áður en hann byrjaði að starfa fyrir Wikileaks. „Ég held að í pósthólfinu sem séu ríflega 50 þúsund póstar. Þetta er náttúrlega margra ára upphleðsla, síðan fór maður að draga úr því eftir að maður fór að kynnast því hvers konar batterí þetta er,“ segir Kristinn sem segir ekkert vera í pósthólfinu sem sé ofurviðkvæmt út frá starfi mínu sem blaðamaður á sínum tíma á Íslandi eða starfsmaður Wikileaks. „Þarna er ekkert sem setur annað fólk í hættu. Hins vegar eru þetta viðkvæmar upplýsingar engu síður. Þarna eru upplýsingar sem snerta sem mín einkamál, samskipti mín við fjölskyldu og vini og svo framvegis. Jú, og töluverð samskipti við aðra blaðamenn. Þetta illskiljanlegur leikur,“ segir Kristinn og segir ótrúlegt að bandarískum stjórnvöldum hafi tekist að fá þessa beiðni samþykkta og stimplaða af dómara.„Ég sé sekur um njósnir og samsæri“ „Við erum að tala um að það þarf að sýna fram á rökstuddan undir öllum eðlilegum kringustæðum, til að dómarinn fallist á heimildir af þessu tagi. Ég get ekki túlkað það öðruvísi en að ákæruvaldið í Bandaríkjunum hafi rökstuddan grun um að ég sé sekur um njósnir og samsæri og þjófnað á eigum bandarískra stjórnvalda og að dómarinn hafi fallist á þær röksemdir. Ég sem blaðamaður á mjög erfitt með að kyngja því að þetta geti talist eðlilegur ferill í lýðræðisríki þar sem menn hafa einhverja lágmarksvirðingu fyrir því sem blaðamenn eiga að gera.“ Wikileaks hefur krafist þess að fá að vita hvaða upplýsingar bandarísk stjórnvöld stjórnvöld fengu frá Google en Kristinn er ekki vongóður um svör. „Ég hef engar væntingar til stjórnkerfis í þessu hnignandi veldi þar sem stjórnvöld hafa greinilega tekið þá afstöðu að reyna að stroka út allar glæstar yfirlýsingar um frelsi til tjáningar, verndun blaðamanna og almenna verndun mannréttinda. “
Tengdar fréttir Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18 Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. 21. janúar 2015 08:18
Segir ekkert styðja að Sunshine Press Productions reki Wikileaks Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, segir Sunshine Press Productions tæknilega gjaldþrota. 22. janúar 2015 22:04