Innlent

SGS telur brýnt að endurmeta forsendur kjarasamninga

Atli Ísleifsson skrifar
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA
Starfsgreinasambandið telur brýnt að endurmeta forsendur þeirra kjarasamninga á almenna markaðnum sem undirritaðir voru í maí síðastliðnum í ljósi niðurstöðu gerðardóms. Dómurinn setji ný viðmið á vinnumarkaði sem séu í verulegu ósamræmi við þau viðmið sem samninganefnd Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagið sömdu um.

Þetta kemur fram í ályktun formannsfundar SGS sem haldinn var á Egilsstöðum í morgun.

„Í kjarasamningunum frá því í maí var það almenn og víðtæk krafa í samfélaginu að hækka bæri lægstu laun og lyft var grettistaki í þá átt við undirritun samninganna. Niðurstaða gerðadómsins er hins vegar sú að hækka ákveðna hópa háskólamenntaðs fólks hlutfallslega meira en gert var í almennu samningunum. Ekki er tekið tillit til samstöðu um hækkun lægstu launa né skattabreytinga í gerðardómnum. Það eru gríðarleg vonbrigði og lýsir algerum dómgreindabresti að gerðadómur hafi litið algjörlega framhjá þeim leiðbeiningum sem dómurinn átti að vinna eftir til að stuðla að stöðugleika.

Gerðir voru samningar á almennum markaði til þriggja og hálfs árs í maí en ef forsendur bresta eru þeir lausir í febrúar 2016 verði ekkert að gert fyrir þann tíma,“ segir í ályktuninni.


Tengdar fréttir

Rembihnútur kjaraviðræðna herðist

Samninganefnd ríkisins telur úrskurð gerðardóms um kjör félagsfólks BHM og hjúkrunarfræðinga ekki fordæmisgefandi fyrir aðra. Stéttarfélög sem ennþá eru án samnings endurskoða engu að síður samningsmarkmið sín miðað við niðurs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×