Innlent

Íslensks skipverja leitað á Ítalíu

Bjarki Ármannsson skrifar
Skipið Siem Pilot er statt í Miðjarðarhafi á vegum Frontex.
Skipið Siem Pilot er statt í Miðjarðarhafi á vegum Frontex. Vísir/EPA
Íslenskur skipverji norska björgunarskipsins Siem Pilot hvarf um helgina sporlaust í ítölsku borginni Catania. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því klukkan hálffjögur aðfaranótt mánudags og er norsk lögregla komin til Ítalíu til að leita hans.

RÚV greindi fyrstur íslenskra miðla frá hvarfinu. Skipverjinn heitir Benjamín Ólafsson og er búsettur í Noregi. Hann er 23 ára. Norski miðillinn Aftenbladet segir að norska lögreglan útiloki ekki að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Siem Pilot er statt í Miðjarðarhafi á vegum Frontex, landamæraeftirlitsstofnunar Evrópusambandsins. Á heimasíðu Frontex segir að skipið hafi tekið þátt í að bjarga um 6.500 flóttamönnum á Miðjarðarhafi frá því í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×