Innlent

Piltur í annarlegu ástand reyndi að flýja undan lögreglunni

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögreglu tókst að stöðva bíli hans en þá tók ökumaður til fótanna.
Lögreglu tókst að stöðva bíli hans en þá tók ökumaður til fótanna. Vísir/Anton
Átján ára piltur í annarlegu ástandi var stöðvaður og handtekinn eftir  háskaakstur um götur borgarinnar seint í gærkvöldi. Vegfarandi hafði samband við lögreglu og tilkynnti um varhugaverðan akstur tiltekins bíls og sáu lögreglumenn hann á Sogavegi skömmu síðar.

Þeir gáfu ökumanni merki um að stöðva bílinn, en við það jók hann hraðann og ók meðal annars yfir gatnamót Miklubrautar og  Grensásvegar á rauðu ljósi þrátt fyrir talsverða umferð, og telur lögregla mikla mildi að ekki fór verr.

Þá fór lögreglubílum fjölgandi við aðgerðina og tókst að stöðva bílinn á Miklubraut skömmu síðar, þar sem ökumaður tók til fótanna, en var hlaupinn uppi og handtekinn. Þá sýndi hann mótþróa þegar blóðsýni var tekið úr honum.

Hann gistir fangageymslur og verður yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×