Innlent

Tveggja daga aðalmeðferð um miðjan október

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök í málinu.
Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök í málinu. vísir/vilhelm
Fyrirtaka í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Annþór og Börkur eru ákærðir fyrir að hafa beitt samfanga sinn á Litla-Hrauni ofbeldi sem leiddi til dauða hans en þeir hafa báðir ávallt neitað sök.

Hólmgeir Elías Flosason, verjanda Annþórs, segir að hann muni skila greinargerð þann 22. september næstkomandi en þá verður næsta fyrirtaka í málinu.

Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð verði svo um miðjan nóvember og taki tvo daga. Þá tilkynnti dómari í dag að hann muni finna sér sérfróða meðdómendur svo dómur í málinu verður fjölskipaður. Segir Hólmgeir að það sé eins og við var að búast enda um flókið mál að ræða.

Málið hefur tafist mjög en ákæra var gefin út vorið 2013. Þrír íslenskir sérfræðingar, réttarmeinafræðingur og tveir sálfræðingar, skiluðu á sínum tíma skýrslum vegna andláts fangans.

Verjendur Annþórs og Barkar fóru hins vegar fram á að yfirmatsmenn myndu fara yfir þær skýrslur og þurfti að leita út fyrir landsteinana að þeim, tveimur réttarmeinafræðingum og þremur sálfræðingum.

Það tafðist hins vegar mjög að skýrslurnar skiluðu sér, bæði vegna þess að erfiðlega gekk að finna yfirmatsmenn og svo vegna þess að einn sálfræðingurinn skilaði ekki sínu mati fyrr en í júlí síðastliðnum. Ákveðið var við fyrirtökuna í dag að skýrslur þeirra skyldu þýddar yfir á íslensku fyrir aðalmeðferðina.


Tengdar fréttir

Segir áverkana ekki tilkomna eftir högg

Niðurstöður yfirmatsmanna á atburðarás og áverkum manns sem lést á Litla-Hrauni eru á skjön við niðurstöður íslenskra sérfræðinga. Réttarmeinafræðingur segir líklegra að áverkar séu tilkomnir eftir endurlífgunartilraunir en ofbeldi.

Annþór segir ekkert eðlilegt við þriggja ára rannsókn

Erlendu sérfræðingarnir sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fanga á Litla-Hrauni hafa allir skilað niðurstöðum sínum. Niðurstöðurnar eru öndverðar niðurstöðum úr fyrri skýrslunum. Annþór harmar ákæruna.

Höfða skaðabótamál vegna átján mánaða á öryggisgangi

Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru vistaðir á öryggisgangi á Litla-Hrauni í átján mánuði vegna gruns um að hafa beitt samfanga sinn ofbeldi sem leiddi til dauða hans. Lögmaður Annþórs segir vistunina ólögmæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×