Innlent

Veiðifélag vill stöðva skotfimi

Sveinn Arnarsson skrifar
Lax Á bakkanum. Laxá á Ásum er líklega ein víðfrægasta íslenska laxveiðiáin og hafa mörg fyrirmennin rennt fyrir fisk þar í gegnum tíðina.
Lax Á bakkanum. Laxá á Ásum er líklega ein víðfrægasta íslenska laxveiðiáin og hafa mörg fyrirmennin rennt fyrir fisk þar í gegnum tíðina. Fréttablaðið/GVA
Veiðifélag Laxár á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu vill láta loka skotsvæði bæjarfélagsins í landi Hjaltabakka. Telur veiðifélagið að hávaðamengun frá skotsvæðinu trufli starfsemi þess en það selur veiðileyfi í ána. Veitt er á tvær stangir í ánni.

Óttar Yngvason hæstaréttarlögmaður skrifaði byggðaráði Blönduósbæjar erindi fyrir hönd veiðifélagsins þar sem farið var fram á tafarlausa lokun skotæfingasvæðisins og að landið yrði hreinsað af mengandi efnum sem eru á svæðinu, eins og það var orðað í bréfinu.

Byggðaráð Blönduósbæjar tók erindið fyrir á byggðaráðsfundi í síðustu viku. Samhljóða var ákveðið að hafna erindi veiðifélagsins og var bæjarstjóra falið að svara erindinu formlega. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×