Innlent

Ekki tókst að bjarga bátnum

gissur sigurðsson skrifar
vísir/vilhelm
Ekki tókst að bjarga litlum strandveiðibáti, eftir að eldur kviknaði í honum þegar hann var staddur um 15 sjómílur úti fyrir Patreksfirði síðdegis í gær og bátsverjinn sendi út neyðarkall.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send af stað, en var snúið aftur þegar þær fréttir bárust að bátsverjinn væri kominn yfir í annan bát, heill á húfi.

Björgunarskip var hins vegar sent út til að freista þess að slökkva eldinn og draga bátinn í land, en þegar það kom á vettvang var báturinn alelda og var ekki við neitt ráðið. Hann sökk svo skömmu síðar. Eldsupptök eru ókunn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×