Innlent

Manni bjargað eftir að eldur kom upp í bát

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Báturinn var nærri því svæði þar sem rauði hringurinn er á kortinu.
Báturinn var nærri því svæði þar sem rauði hringurinn er á kortinu. Kort/Loftmyndir.is
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan 16 neyðarkall frá strandveiðibát um 15 sjómílur vestur af Blakksnesi á Vestfjörðum en eldur hafði þá komið upp í bátnum.

Einn maður var um borð og var honum bjargað um borð í nærstaddan bát. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send áleiðis en þegar ljóst var að búið var að bjarga manninum var henni snúið við.

Björgunarskip frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg hefur verið sent á vettvang til að freista þess að slökkva í bátnum og draga hann í land að því er segir í tilkynningu frá gæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×