Enski boltinn

Walcott: Þrjú stig það eina sem skiptir máli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Theo Walcott skoraði flott mark í kvöld.
Theo Walcott skoraði flott mark í kvöld. vísir/getty
Theo Walcott skoraði fyrra mark Arsenal í 2-1 sigri á Manchester City í kvöld en með sigrinum treystu Skytturnar stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.

Manchester City minnkaði muninn í 2-1 á 82. mínútu og sótti án afláts það sem eftir lifði leiks. Arsenal hélt þó út og vann góðan sigur.

„Það er erfitt að verja forskotið síðustu tíu mínúturnar. City skoraði frábært mark upp úr engu. Við fengum samt stigin þrjú og það skipti öllu máli,“ sagði Walcott eftir leikinn í kvöld.

Mesut Özil átti enn einn stórleikinn og lagði upp bæði mörk Arsenal í kvöld. Þjóðverjinn stefnir í að bæta stoðsendingamet Cesc Fábregas sem Spánverjinn setti í fyrra.

„Özil er svo hógvær. Hann sér hluti á vellinum sem enginn annar sér. Eina sem maður þarf að gera er að taka hlaupið. Þegar maður spilar með svona einstökum leikmönnum verður starfið manns miklu auðveldara,“ sagði Theo Walcott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×