Málefni innflytjenda áberandi á Bókmenntahátíð í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2015 19:57 Hassan Blasim og Teju Cole. Mynd/Bókmenntahátíð Reykjavíkur Von er á fimmtán erlendum höfundum til landsins vegna Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem haldin verður dagana 9. til 12. september. Sautján íslenskir höfundar taka jafnframt þátt í hátíðinni auk fjölmargra útgefenda og umboðsmanna sem koma víðsvegar að. Í tilkynningu segir að dagskráin fari fram í Norræna húsinu og Iðnó þar sem tveir til þrír höfundar koma saman hverju sinni ásamt spyrli, lesa úr verkum sínum og ræða verk sín og málefni sem þeim tengjast. „Málefni innflytjenda og flóttamanna hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði og málefnið mikilvægt fyrir heimsbyggðina alla. Innflytjendabókmenntir fjalla um stöðu innflytjenda, útlegðina og hvað sé heima, hvort það sé gamla heimalandið eða nýja landið. Rithöfundurinn Sjón mun ræða við verðlaunahöfundana Teju Cole og Hassan Blasim um málefnið og verk þeirra undir yfirskriftinni Að heiman og heim í Norræna húsinu, laugardaginn 12. september kl. 13:00-13:45. Teju Cole er Bandaríkjamaður af nígerísku bergi brotinn en hann bjó í Nígeríu fram á unglingsár. Hann hefur gefið út tvær bækur, Every Day is for the Thief (2007) og Open City (2011) sem báðar hafa fengið mikið lof. Eftir hryðjuverkaárásinu í París í byrjun ársins skrifaði Teju Cole áhrifaríka grein í The New Yorker um tjáningarfrelsið. Hassan Blasim er frá Írak en hann kom til Finnlands árið 2004 sem flóttamaður og býr þar og starfar í dag. Hassan er rithöfundur, ljóðskáld og kvikmyndaleikstjóri og hefur gefið út fjölda bóka á arabísku sem jafnframt hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Nýjustu bækurnar eru The Iraqi Christ (2013) og The Corpse Exhibition (2014) sem fjallar um Íraksstríðið. Í haust er væntanleg hjá Forlaginu bók Hassans, Þúsund og einn hnífur, í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en dagskránni verður jafnframt streymt í gegnum heimasíðu hátíðarinnar www.bokmenntahatid.is. Allir sem hafa áhuga á stöðu tjáningarfrelsisins, málefnum innflytjenda og flóttamanna og þátt bókmenntanna í þeirri umræðu ættu því ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.“ Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Von er á fimmtán erlendum höfundum til landsins vegna Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem haldin verður dagana 9. til 12. september. Sautján íslenskir höfundar taka jafnframt þátt í hátíðinni auk fjölmargra útgefenda og umboðsmanna sem koma víðsvegar að. Í tilkynningu segir að dagskráin fari fram í Norræna húsinu og Iðnó þar sem tveir til þrír höfundar koma saman hverju sinni ásamt spyrli, lesa úr verkum sínum og ræða verk sín og málefni sem þeim tengjast. „Málefni innflytjenda og flóttamanna hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði og málefnið mikilvægt fyrir heimsbyggðina alla. Innflytjendabókmenntir fjalla um stöðu innflytjenda, útlegðina og hvað sé heima, hvort það sé gamla heimalandið eða nýja landið. Rithöfundurinn Sjón mun ræða við verðlaunahöfundana Teju Cole og Hassan Blasim um málefnið og verk þeirra undir yfirskriftinni Að heiman og heim í Norræna húsinu, laugardaginn 12. september kl. 13:00-13:45. Teju Cole er Bandaríkjamaður af nígerísku bergi brotinn en hann bjó í Nígeríu fram á unglingsár. Hann hefur gefið út tvær bækur, Every Day is for the Thief (2007) og Open City (2011) sem báðar hafa fengið mikið lof. Eftir hryðjuverkaárásinu í París í byrjun ársins skrifaði Teju Cole áhrifaríka grein í The New Yorker um tjáningarfrelsið. Hassan Blasim er frá Írak en hann kom til Finnlands árið 2004 sem flóttamaður og býr þar og starfar í dag. Hassan er rithöfundur, ljóðskáld og kvikmyndaleikstjóri og hefur gefið út fjölda bóka á arabísku sem jafnframt hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Nýjustu bækurnar eru The Iraqi Christ (2013) og The Corpse Exhibition (2014) sem fjallar um Íraksstríðið. Í haust er væntanleg hjá Forlaginu bók Hassans, Þúsund og einn hnífur, í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en dagskránni verður jafnframt streymt í gegnum heimasíðu hátíðarinnar www.bokmenntahatid.is. Allir sem hafa áhuga á stöðu tjáningarfrelsisins, málefnum innflytjenda og flóttamanna og þátt bókmenntanna í þeirri umræðu ættu því ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.“
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp