Enski boltinn

Rooney: Úrslitin vonbrigði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rooney í leiknum í kvöld.
Rooney í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, segir að það hafi verið svekkjandi að hafa ekki náð að nýta eitt af þeim fjölmörgu færum sem liðið fékk gegn Chelsea í kvöld.

Sjá einnig: Markverðirnir í aðalhlutverki í stórslagnum

„Við sköpuðum fullt af færum en náðum ekki að nýta neitt. Stuðningsmennirnir voru frábærir í dag og það mátti sjá hversu dýrmætt það er fyrir okkur leikmennina,“ sagði hann eftir leikinn í kvöld.

„Úrslitin eru vonbrigði því við stjórnuðum leiknum. En svona er fótboltinn.“

United hefur verið gagnrýnt fyrir frammistöðu sína á tímabilinu og ekki síst knattspyrnustjórinn Louis van Gaal.

„Fólk segir ýmislegt en við værum að bregðast okkur sjálfum ef við myndum ekki gefa allt okkar í leikina.“

„Við munum halda áfram að berjast og við munum koma til baka,“ sagði Wayne Rooney.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×