Seldu miða á Pallaballið án vitundar Páls Óskars: „Þakklátur fyrir að engin slys urðu á fólki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 15:56 Miðarnir sem seldir voru á Pallaballið en Páll Óskar birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hann að miðarnir sem eru líkt og þessi til hægri hafi verið seldir í forsölu án hans vitundar. mynd/Páll Óskar Miðar sem seldir voru í forsölu á ball Páls Óskars sem haldið var á Spot í Kópavogi á annan í jólum voru seldir án vitundar söngvarans. Páll Óskar segir í færslu á Facebook-síðu sinni að þess vegna hafi fólksfjöldinn á ballinu farið yfir leyfileg mörk.Fjallað var um það á DV að mikil óánægja hafi verið með hversu mörgum hafi verið hleypt inn á Spot á laugardaginn. Kvaðst einn ballgestur aldrei hafa upplifað jafnmikinn troðning. Að því er Páll Óskar greinir frá var miðasölunni lokað klukkan 1.20 um nóttina en lögreglan kom á staðinn eftir að miðasölunni var lokað. Gerð var skýrsla um málið að því er fram kom í frétt DV og er haft eftir varðstjóra að þegar lögreglumenn hafi komið aftur á staðinn um nóttina „hafi verið búið að bæta verulega úr þrengslunum á staðnum.“ Páll Óskar spilaði til klukkan 4 um nóttina eins og til stóð og segir í færslu sinni að engum hafi verið hleypt inn á staðinn eftir klukkan 1.20. Þá hafi þeir sem óskuðu eftir því fengið endurgreitt á staðnum en síðan segir söngvarinn: „Nú er komið í ljós að fleiri aðgöngumiðar en mínir eigin voru í umferð. Ég prentaði sérhannaða númeraða miða fyrir þetta ball. Sumir gestir mættu á ballið með handskrifaða Spot miða þar sem á var skrifað „26. des 2105.“ Þeir höfðu verið seldir í forsölu á staðnum án minnar vitundar. Þetta varð til þess að fólksfjöldinn fór yfir leyfileg mörk í húsinu. Ég er bara þakklátur fyrir að engin slys urðu á fólki, það leið ekki yfir neinn, engin slagsmál brutust út og engum var hent út. Ef slíkt ástand brytist út í húsinu myndi ég stöðva ballið persónulega. Sem betur fer hefur ekki komið til þess í minni tíð. Ég vil biðja þá aðdáendur og ballgesti sem fannst þeir ekki njóta sín á ballinu innilegrar afsökunnar og ég mun kappkosta að slíkt gerist ekki aftur á minni vakt. Ég vil vara ballgesti mína við því að kaupa falsaða, handskrifða miða á þessi böll í framtíðinni. Það fer ekkert á milli mála hvaða miðar gilda á Pallaball. Hafandi sagt það, þá finnst mér að afsökunarbeiðnin ætti fyrst og fremst að koma frá Spot.“Jæja, elskurnar. Svona var upplifun mín á Pallaballinu á Spot. Allir syngjandi glaðir svo langt sem augað eygði. Ég...Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Monday, 28 December 2015 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Miðar sem seldir voru í forsölu á ball Páls Óskars sem haldið var á Spot í Kópavogi á annan í jólum voru seldir án vitundar söngvarans. Páll Óskar segir í færslu á Facebook-síðu sinni að þess vegna hafi fólksfjöldinn á ballinu farið yfir leyfileg mörk.Fjallað var um það á DV að mikil óánægja hafi verið með hversu mörgum hafi verið hleypt inn á Spot á laugardaginn. Kvaðst einn ballgestur aldrei hafa upplifað jafnmikinn troðning. Að því er Páll Óskar greinir frá var miðasölunni lokað klukkan 1.20 um nóttina en lögreglan kom á staðinn eftir að miðasölunni var lokað. Gerð var skýrsla um málið að því er fram kom í frétt DV og er haft eftir varðstjóra að þegar lögreglumenn hafi komið aftur á staðinn um nóttina „hafi verið búið að bæta verulega úr þrengslunum á staðnum.“ Páll Óskar spilaði til klukkan 4 um nóttina eins og til stóð og segir í færslu sinni að engum hafi verið hleypt inn á staðinn eftir klukkan 1.20. Þá hafi þeir sem óskuðu eftir því fengið endurgreitt á staðnum en síðan segir söngvarinn: „Nú er komið í ljós að fleiri aðgöngumiðar en mínir eigin voru í umferð. Ég prentaði sérhannaða númeraða miða fyrir þetta ball. Sumir gestir mættu á ballið með handskrifaða Spot miða þar sem á var skrifað „26. des 2105.“ Þeir höfðu verið seldir í forsölu á staðnum án minnar vitundar. Þetta varð til þess að fólksfjöldinn fór yfir leyfileg mörk í húsinu. Ég er bara þakklátur fyrir að engin slys urðu á fólki, það leið ekki yfir neinn, engin slagsmál brutust út og engum var hent út. Ef slíkt ástand brytist út í húsinu myndi ég stöðva ballið persónulega. Sem betur fer hefur ekki komið til þess í minni tíð. Ég vil biðja þá aðdáendur og ballgesti sem fannst þeir ekki njóta sín á ballinu innilegrar afsökunnar og ég mun kappkosta að slíkt gerist ekki aftur á minni vakt. Ég vil vara ballgesti mína við því að kaupa falsaða, handskrifða miða á þessi böll í framtíðinni. Það fer ekkert á milli mála hvaða miðar gilda á Pallaball. Hafandi sagt það, þá finnst mér að afsökunarbeiðnin ætti fyrst og fremst að koma frá Spot.“Jæja, elskurnar. Svona var upplifun mín á Pallaballinu á Spot. Allir syngjandi glaðir svo langt sem augað eygði. Ég...Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Monday, 28 December 2015
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira