Kaleo tók upp myndband í nístingskulda í Þríhnúkagíg Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. ágúst 2015 08:30 Strákarnir í Kaleo voru heillaðir af umhverfinu ofan í Þríhnúkagíg. mynd/Stroud Rohde Hljómsveitin Kaleo fór nýverið ofan í Þríhnúkagíg og tók upp „live performance“ vídeó við lagið Way Down We Go. Lagið hefur hljómað undanfarið á íslenskum útvarpsstöðvum en var fyrst gefið út opinberlega í dag og er hægt að nálgast það á iTunes og Spotify. „Við komum heim fyrr í sumar og tókum upp myndbandið ásamt því að halda tónleika í Gamla bíó. Þetta var mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni. Við fórum með allar græjur niður, trommusett, magnara, hátalara, ljós o.fl. Það þurfti að fara með þetta 120 metra niður í eldfjallið sem er hægara sagt en gert,“ segir Jökull Júlíusson um myndbandið. Eins og margir vita er Þríhnúkagígur þekktur fyrir einstaka fegurð og voru Jökull og félagar alveg heillaðir. „Umhverfið þarna niðri er ótrúlegt og hljómburðurinn frábær. Við vorum alveg heillaðir. Það var reyndar erfitt að fóta sig í grjótinu og gífurlega kalt en við erum mjög ánægðir með útkomuna,“ bætir Jökull við. Framleiðslufyrirtækið Eyk sá um gerð myndbandsins en það hefur starfað með hljómsveitinni frá upphafi. „Við erum gífurlega þakklátir öllum þeim sem komu að verkefninu og hjálpuðu til. Það stóð til að þetta myndi taka um 12 tíma en ég held að þetta hafi verið nánast 26 klukkutímar í heildina. Við höfðum ekki mikinn mannskap en allir lögðu sitt af mörkum. Arnar Guðjónsson stjórnaði hljóðupptökum og við viljum sérstaklega þakka þyrluþjónustunni Helo og starfsfólki Inside the Volcano við Þríhnúkagíg,“ segir Jökull. Hljómsveitin Kaleo er á leið til Íslands þar sem hún hitar upp fyrir tónleika Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Meðlimir sveitarinnar ætla njóta dvalarinnar hér á landi en mikið er að gera hjá þeim í Bandaríkjunum. „Það verður næs að koma heim í smá rólegheit,“ bætir Jökull við. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo fór nýverið ofan í Þríhnúkagíg og tók upp „live performance“ vídeó við lagið Way Down We Go. Lagið hefur hljómað undanfarið á íslenskum útvarpsstöðvum en var fyrst gefið út opinberlega í dag og er hægt að nálgast það á iTunes og Spotify. „Við komum heim fyrr í sumar og tókum upp myndbandið ásamt því að halda tónleika í Gamla bíó. Þetta var mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni. Við fórum með allar græjur niður, trommusett, magnara, hátalara, ljós o.fl. Það þurfti að fara með þetta 120 metra niður í eldfjallið sem er hægara sagt en gert,“ segir Jökull Júlíusson um myndbandið. Eins og margir vita er Þríhnúkagígur þekktur fyrir einstaka fegurð og voru Jökull og félagar alveg heillaðir. „Umhverfið þarna niðri er ótrúlegt og hljómburðurinn frábær. Við vorum alveg heillaðir. Það var reyndar erfitt að fóta sig í grjótinu og gífurlega kalt en við erum mjög ánægðir með útkomuna,“ bætir Jökull við. Framleiðslufyrirtækið Eyk sá um gerð myndbandsins en það hefur starfað með hljómsveitinni frá upphafi. „Við erum gífurlega þakklátir öllum þeim sem komu að verkefninu og hjálpuðu til. Það stóð til að þetta myndi taka um 12 tíma en ég held að þetta hafi verið nánast 26 klukkutímar í heildina. Við höfðum ekki mikinn mannskap en allir lögðu sitt af mörkum. Arnar Guðjónsson stjórnaði hljóðupptökum og við viljum sérstaklega þakka þyrluþjónustunni Helo og starfsfólki Inside the Volcano við Þríhnúkagíg,“ segir Jökull. Hljómsveitin Kaleo er á leið til Íslands þar sem hún hitar upp fyrir tónleika Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Meðlimir sveitarinnar ætla njóta dvalarinnar hér á landi en mikið er að gera hjá þeim í Bandaríkjunum. „Það verður næs að koma heim í smá rólegheit,“ bætir Jökull við.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira