Verðbólgan hefur engin áhrif á vændi Snærós Sindradóttir skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Drátturinn getur reynst dýrkeyptur fyrir kaupendur og seljendur vændis. vísir/ernir Vændiskonur hafa ekki hækkað gjaldskrá sína í tíu ár, þrátt fyrir verðbólgu og hrun krónunnar. Vísitala neysluverðs hefur hækkað mikið á tímabilinu og því ljóst að vændiskonur hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu. Óformleg könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að vændiskonur, íslenskar sem erlendar, eru að rukka á bilinu 25 þúsund til 35 þúsund krónur fyrir samfarir. Tölur frá Stígamótum og fjölmiðlaumfjöllun síðastliðin ár bendir til þess að það verð hafi verið gegnumgangandi svo árum skiptir. Þrjátíu þúsund krónur árið 2005 eru að núvirði 53 þúsund krónur. Vændiskona sem hitti tuttugu viðskiptavini á mánuði árið 2005 þyrfti því í dag að hitta 35 kúnna til að búa við sömu kjör. Þó skal tekið fram að verðið getur verið breytilegt. Rannsóknir hafa sýnt að vændismarkaðurinn er þrískiptur. Þetta er verð vændiskvenna sem sjálfar eiga í samskiptum við viðskiptavini í gegnum síma eða tölvu, ekki uppsett verð kampavínsklúbba eða þau reikulu viðskipti sem eiga sér stað í fíkniefnaheiminum. Þar skipta peningar ekki endilega um hendur.Helgi GunnlaugssonKona sem Fréttablaðið ræddi við starfaði öðru hvoru í vændi um sjö ára skeið og er nýhætt iðjunni. Hún rukkaði alltaf 35 þúsund krónur í fyrsta skipti en fór stundum niður í 25 þúsund. Þá segist hún hafa gefið mönnum upp hærra verð ef hún vissi að þeir hefðu efni á því. Konan segir algengt að menn reyni að prútta uppsett verð vændiskvenna niður. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir tölurnar benda til þess að jafnvægi ríki á milli framboðs og eftirspurnar. „Það er engin verðlagsnefnd í vændisbransanum.“ Aðspurður hvort möguleiki sé að viðskiptavinirnir haldi verðlaginu niðri með kúgunartilburðum segir Helgi að það gæti verið. „En þetta getur farið í báðar áttir. Það er hægt að líta á þetta sem ógnarjafnvægi. Vændiskonur geta líka búið yfir upplýsingum sem koma kúnnanum illa.“ Hann bendir á að hér á landi sé vændisstarfsemi neðanjarðar og hvorki neytendur né seljendur vændis geti leitað til þriðja aðila með vandamál sín. „Erlendis er þetta bransi. Þar eru stéttasamtök vændiskvenna sem berjast fyrir réttindum varðandi hreinlæti og aðstöðu og rétti til atvinnuleysisbóta. Hér virðist þetta meira og minna vera undir yfirborðinu.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Vændiskonur hafa ekki hækkað gjaldskrá sína í tíu ár, þrátt fyrir verðbólgu og hrun krónunnar. Vísitala neysluverðs hefur hækkað mikið á tímabilinu og því ljóst að vændiskonur hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu. Óformleg könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að vændiskonur, íslenskar sem erlendar, eru að rukka á bilinu 25 þúsund til 35 þúsund krónur fyrir samfarir. Tölur frá Stígamótum og fjölmiðlaumfjöllun síðastliðin ár bendir til þess að það verð hafi verið gegnumgangandi svo árum skiptir. Þrjátíu þúsund krónur árið 2005 eru að núvirði 53 þúsund krónur. Vændiskona sem hitti tuttugu viðskiptavini á mánuði árið 2005 þyrfti því í dag að hitta 35 kúnna til að búa við sömu kjör. Þó skal tekið fram að verðið getur verið breytilegt. Rannsóknir hafa sýnt að vændismarkaðurinn er þrískiptur. Þetta er verð vændiskvenna sem sjálfar eiga í samskiptum við viðskiptavini í gegnum síma eða tölvu, ekki uppsett verð kampavínsklúbba eða þau reikulu viðskipti sem eiga sér stað í fíkniefnaheiminum. Þar skipta peningar ekki endilega um hendur.Helgi GunnlaugssonKona sem Fréttablaðið ræddi við starfaði öðru hvoru í vændi um sjö ára skeið og er nýhætt iðjunni. Hún rukkaði alltaf 35 þúsund krónur í fyrsta skipti en fór stundum niður í 25 þúsund. Þá segist hún hafa gefið mönnum upp hærra verð ef hún vissi að þeir hefðu efni á því. Konan segir algengt að menn reyni að prútta uppsett verð vændiskvenna niður. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir tölurnar benda til þess að jafnvægi ríki á milli framboðs og eftirspurnar. „Það er engin verðlagsnefnd í vændisbransanum.“ Aðspurður hvort möguleiki sé að viðskiptavinirnir haldi verðlaginu niðri með kúgunartilburðum segir Helgi að það gæti verið. „En þetta getur farið í báðar áttir. Það er hægt að líta á þetta sem ógnarjafnvægi. Vændiskonur geta líka búið yfir upplýsingum sem koma kúnnanum illa.“ Hann bendir á að hér á landi sé vændisstarfsemi neðanjarðar og hvorki neytendur né seljendur vændis geti leitað til þriðja aðila með vandamál sín. „Erlendis er þetta bransi. Þar eru stéttasamtök vændiskvenna sem berjast fyrir réttindum varðandi hreinlæti og aðstöðu og rétti til atvinnuleysisbóta. Hér virðist þetta meira og minna vera undir yfirborðinu.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira