Hræðist sameiningu við Samkeppniseftirlitið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. október 2015 08:00 Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefnd Gerð hefur verið fýsileikakönnun á því að færa verkefni fjölmiðlanefndar undir Póst- og Fjarskiptastofnun. Í síðustu viku sagði forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, Hrafnkell V. Gíslason, í ársskýrslu frá þreifingum um sameiningu Samkeppniseftirlitsins við stofnunina og sagði þær varhugaverðar. „PFS hefur bent á þætti í starfi stofnunarinnar sem samrýmast illa starfi annarra stofnana sem rætt hefur verið um í þessu sambandi,“ sagði hann í skýrslunni og tiltók sérstaklega sameiningu við Samkeppniseftirlitið. Framkvæmd fýsileikakannananna er í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Capacent og eiga þær rætur í tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í nóvember 2013. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir nefndina ekki mótfallna breytingum, þvert á móti geti falist kostir í faglega ígrunduðum breytingum. Hún segir sporin hins vegar hræða þegar kemur að hugmyndum um að sameina fjölmiðlanefnd og Póst- og fjarskiptastofnun Samkeppniseftirlitinu. „Það er ekki víst að starfsemi Samkeppniseftirlits og fjölmiðlanefndar fari saman því nálgun á viðfangsefni stofnananna er ólík,“ segir hún, en bendir um leið á að til sé fjöldinn allur af stofnunum þar sem póst- og fjarskiptamál hafi verið sameinuð fjölmiðlaeftirliti. „Eina landið sem hefur farið þá leið að sameina póst og fjarskipti samkeppnismálum er Spánn og sporin hræða.“ Elfa segir fjölmiðlanefnd hafa tekið þátt í þessu sama ferli og aðrar stofnanir og lagt mat á ýmsar sviðsmyndir. „Hvernig þetta gæti litið út og svo framvegis. Í þeirri vinnu höfum við haldið á lofti grundvallargildum. Ég nefni sérstaklega sjálfstæði fjölmiðlanefndarinnar. Það er nauðsynlegt að hún sé sjálfstæð frá hinu pólitíska valdi og að það sé fjölskipað stjórnvald sem hefur þekkingu á málaflokknum. Þetta er stórmál og það verður að tryggja þetta.“ Um ólíka nálgun stofnananna sem áform eru um að sameina segir Elfa að hjá Samkeppniseftirlitinu sé horft á samkeppni og markaði, þá taki eftirlitið ákvarðanir eftir einhverja tiltekna atburðarás. „Okkar hlutverk er hins vegar ekki síður að leiðbeina og tryggja tjáningar- og upplýsingafrelsi. Nefndin hefur ekki bara eftirlit með brotum, það er lítill hluti starfseminnar.“ Ekki sé bara fylgt eftir boðum og bönnum heldur sé nefndinni ætlað margþætt hlutverk til að tryggja að hér á landi séu sjálfstæðir og burðugir fjölmiðlar. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Gerð hefur verið fýsileikakönnun á því að færa verkefni fjölmiðlanefndar undir Póst- og Fjarskiptastofnun. Í síðustu viku sagði forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, Hrafnkell V. Gíslason, í ársskýrslu frá þreifingum um sameiningu Samkeppniseftirlitsins við stofnunina og sagði þær varhugaverðar. „PFS hefur bent á þætti í starfi stofnunarinnar sem samrýmast illa starfi annarra stofnana sem rætt hefur verið um í þessu sambandi,“ sagði hann í skýrslunni og tiltók sérstaklega sameiningu við Samkeppniseftirlitið. Framkvæmd fýsileikakannananna er í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Capacent og eiga þær rætur í tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í nóvember 2013. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir nefndina ekki mótfallna breytingum, þvert á móti geti falist kostir í faglega ígrunduðum breytingum. Hún segir sporin hins vegar hræða þegar kemur að hugmyndum um að sameina fjölmiðlanefnd og Póst- og fjarskiptastofnun Samkeppniseftirlitinu. „Það er ekki víst að starfsemi Samkeppniseftirlits og fjölmiðlanefndar fari saman því nálgun á viðfangsefni stofnananna er ólík,“ segir hún, en bendir um leið á að til sé fjöldinn allur af stofnunum þar sem póst- og fjarskiptamál hafi verið sameinuð fjölmiðlaeftirliti. „Eina landið sem hefur farið þá leið að sameina póst og fjarskipti samkeppnismálum er Spánn og sporin hræða.“ Elfa segir fjölmiðlanefnd hafa tekið þátt í þessu sama ferli og aðrar stofnanir og lagt mat á ýmsar sviðsmyndir. „Hvernig þetta gæti litið út og svo framvegis. Í þeirri vinnu höfum við haldið á lofti grundvallargildum. Ég nefni sérstaklega sjálfstæði fjölmiðlanefndarinnar. Það er nauðsynlegt að hún sé sjálfstæð frá hinu pólitíska valdi og að það sé fjölskipað stjórnvald sem hefur þekkingu á málaflokknum. Þetta er stórmál og það verður að tryggja þetta.“ Um ólíka nálgun stofnananna sem áform eru um að sameina segir Elfa að hjá Samkeppniseftirlitinu sé horft á samkeppni og markaði, þá taki eftirlitið ákvarðanir eftir einhverja tiltekna atburðarás. „Okkar hlutverk er hins vegar ekki síður að leiðbeina og tryggja tjáningar- og upplýsingafrelsi. Nefndin hefur ekki bara eftirlit með brotum, það er lítill hluti starfseminnar.“ Ekki sé bara fylgt eftir boðum og bönnum heldur sé nefndinni ætlað margþætt hlutverk til að tryggja að hér á landi séu sjálfstæðir og burðugir fjölmiðlar.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira