Hræðist sameiningu við Samkeppniseftirlitið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. október 2015 08:00 Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefnd Gerð hefur verið fýsileikakönnun á því að færa verkefni fjölmiðlanefndar undir Póst- og Fjarskiptastofnun. Í síðustu viku sagði forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, Hrafnkell V. Gíslason, í ársskýrslu frá þreifingum um sameiningu Samkeppniseftirlitsins við stofnunina og sagði þær varhugaverðar. „PFS hefur bent á þætti í starfi stofnunarinnar sem samrýmast illa starfi annarra stofnana sem rætt hefur verið um í þessu sambandi,“ sagði hann í skýrslunni og tiltók sérstaklega sameiningu við Samkeppniseftirlitið. Framkvæmd fýsileikakannananna er í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Capacent og eiga þær rætur í tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í nóvember 2013. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir nefndina ekki mótfallna breytingum, þvert á móti geti falist kostir í faglega ígrunduðum breytingum. Hún segir sporin hins vegar hræða þegar kemur að hugmyndum um að sameina fjölmiðlanefnd og Póst- og fjarskiptastofnun Samkeppniseftirlitinu. „Það er ekki víst að starfsemi Samkeppniseftirlits og fjölmiðlanefndar fari saman því nálgun á viðfangsefni stofnananna er ólík,“ segir hún, en bendir um leið á að til sé fjöldinn allur af stofnunum þar sem póst- og fjarskiptamál hafi verið sameinuð fjölmiðlaeftirliti. „Eina landið sem hefur farið þá leið að sameina póst og fjarskipti samkeppnismálum er Spánn og sporin hræða.“ Elfa segir fjölmiðlanefnd hafa tekið þátt í þessu sama ferli og aðrar stofnanir og lagt mat á ýmsar sviðsmyndir. „Hvernig þetta gæti litið út og svo framvegis. Í þeirri vinnu höfum við haldið á lofti grundvallargildum. Ég nefni sérstaklega sjálfstæði fjölmiðlanefndarinnar. Það er nauðsynlegt að hún sé sjálfstæð frá hinu pólitíska valdi og að það sé fjölskipað stjórnvald sem hefur þekkingu á málaflokknum. Þetta er stórmál og það verður að tryggja þetta.“ Um ólíka nálgun stofnananna sem áform eru um að sameina segir Elfa að hjá Samkeppniseftirlitinu sé horft á samkeppni og markaði, þá taki eftirlitið ákvarðanir eftir einhverja tiltekna atburðarás. „Okkar hlutverk er hins vegar ekki síður að leiðbeina og tryggja tjáningar- og upplýsingafrelsi. Nefndin hefur ekki bara eftirlit með brotum, það er lítill hluti starfseminnar.“ Ekki sé bara fylgt eftir boðum og bönnum heldur sé nefndinni ætlað margþætt hlutverk til að tryggja að hér á landi séu sjálfstæðir og burðugir fjölmiðlar. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Gerð hefur verið fýsileikakönnun á því að færa verkefni fjölmiðlanefndar undir Póst- og Fjarskiptastofnun. Í síðustu viku sagði forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, Hrafnkell V. Gíslason, í ársskýrslu frá þreifingum um sameiningu Samkeppniseftirlitsins við stofnunina og sagði þær varhugaverðar. „PFS hefur bent á þætti í starfi stofnunarinnar sem samrýmast illa starfi annarra stofnana sem rætt hefur verið um í þessu sambandi,“ sagði hann í skýrslunni og tiltók sérstaklega sameiningu við Samkeppniseftirlitið. Framkvæmd fýsileikakannananna er í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Capacent og eiga þær rætur í tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í nóvember 2013. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir nefndina ekki mótfallna breytingum, þvert á móti geti falist kostir í faglega ígrunduðum breytingum. Hún segir sporin hins vegar hræða þegar kemur að hugmyndum um að sameina fjölmiðlanefnd og Póst- og fjarskiptastofnun Samkeppniseftirlitinu. „Það er ekki víst að starfsemi Samkeppniseftirlits og fjölmiðlanefndar fari saman því nálgun á viðfangsefni stofnananna er ólík,“ segir hún, en bendir um leið á að til sé fjöldinn allur af stofnunum þar sem póst- og fjarskiptamál hafi verið sameinuð fjölmiðlaeftirliti. „Eina landið sem hefur farið þá leið að sameina póst og fjarskipti samkeppnismálum er Spánn og sporin hræða.“ Elfa segir fjölmiðlanefnd hafa tekið þátt í þessu sama ferli og aðrar stofnanir og lagt mat á ýmsar sviðsmyndir. „Hvernig þetta gæti litið út og svo framvegis. Í þeirri vinnu höfum við haldið á lofti grundvallargildum. Ég nefni sérstaklega sjálfstæði fjölmiðlanefndarinnar. Það er nauðsynlegt að hún sé sjálfstæð frá hinu pólitíska valdi og að það sé fjölskipað stjórnvald sem hefur þekkingu á málaflokknum. Þetta er stórmál og það verður að tryggja þetta.“ Um ólíka nálgun stofnananna sem áform eru um að sameina segir Elfa að hjá Samkeppniseftirlitinu sé horft á samkeppni og markaði, þá taki eftirlitið ákvarðanir eftir einhverja tiltekna atburðarás. „Okkar hlutverk er hins vegar ekki síður að leiðbeina og tryggja tjáningar- og upplýsingafrelsi. Nefndin hefur ekki bara eftirlit með brotum, það er lítill hluti starfseminnar.“ Ekki sé bara fylgt eftir boðum og bönnum heldur sé nefndinni ætlað margþætt hlutverk til að tryggja að hér á landi séu sjálfstæðir og burðugir fjölmiðlar.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira