Innlent

Mótorhjólamaður féll í götuna á Akureyri

Gissur Sigurðsson skrifar
Var fluttur á slysadeild sjúkrahússins
Var fluttur á slysadeild sjúkrahússins Vísir/Vilhelm
Ökumaður mótorhjóls meiddist þegar hann og hjólið féllu í götuna á hringtorgi á mótum Hörgárbrautar og Síðubrautar á Akureyri í gærkvöldi.

Hann var fluttur á slysadeild sjúkrahússins þar sem gert var að sárum hans, sem reyndust ekki alvarleg. Háskaakstri verður ekki kennt um atvikið að sögn lögreglu.

Allir sluppu 
hins vegar  ómeiddir úr bíl sem valt á krýsuvíkurvegi upp úr miðnætti. Þar missti ökumaðurinn stjórn á bílnum í lausamöl með þessum afleiðingum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×