Stórþjófur handtekinn með lista yfir muni og nákvæmar lýsingar á þjófnuðum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 11:15 Þjófurinn segist hafa verið í mikilli neyslu síðan í mars. Vísir/Getty Maður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna ítrekaðra þjófnaðarbrota. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn 20. ágúst. Hann var síðast handtekinn 19. ágúst síðastliðinn eftir að hafa tekið borvél, tvær tangir, hnífasett, töng, skrúfjárn og rykgrímu ófrjálsri hendi úr verslun einni í Kópavogi. Í kjölfarið var gerð húsleit hjá viðkomandi og fannst þar hnífasett, töng, skrúfjárn auk þess sem tvær stolnar axir lágu á gólfinu í svefnherbergi hans. Auk verkfæranna fundust nokkrir munir úr minjagripabúð á laugavegi og fatnaður sem kærði gat ekki útskýrt hvaðan kom. Þá fundust á honum tvær stílabækur sem hann var með í tösku, í bókunum var nákvæm lýsing á þjófnuðum. Þar var ákveðið hvar, hvenær og hverju ætti að stela ásamt yfirliti yfir fíkniefnasölu og skuldalistar.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn skuldi háar fjárhæðir til fimm mismunandi aðila vegna fíkniefnakaupa. Maðurinn hafi reynt að greiða skuldir sínar með því að stela ítrekað og var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rökstuddur með vísan til brotaferils mannsins.Stórtækur þjófur í allt sumar Síðan í apríl á þessu ári hefur maðurinn verið handtekinn fyrir að hafa keyrt undir áhrifum ávana- og fíkniefna bílprófslaus í tvígang. Hann sé grunaður um að hafa stolið bluetooth hátölurum og hátalara af gerðinni LG Music Flow H7 úr einni verslun, GoPro myndavél, Beats Solo heyrnatólum úr annarri og stuttu síðar farið inn í tvær búðir, aðra í Reykjavík og hina í Kópavogi, og látið þar greipar sópa. Öll þessi þjófnaðarbrot eiga að hafa átt sér stað í júní síðastliðnum. Þá hefur maðurinn verð tekinn með maríjúana bæði í júlí og júní. Í ágúst tók hann til við þjófnað á ný en ellefta þess mánaðar fór hann inn í bifreið í Reykjavík og tók þaðan vegabréf, seðlaveski og myndavélarlinsu. Tveimur dögum síðar fór hann í fataverslun, stal þaðan tveimur dúnúlpum og við afskipti lögreglu afhenti hann jakka og úlpu sem hann hafði einnig stolið í ágúst.Vildi ekki að neinn væri á eftir fjölskyldu hans Þegar maðurinn var handtekinn síðast, 19. ágúst eins og fyrr var nefnt, fannst á honum hnífur. Brot mannsins síðan í apríl eru því mörg en hann segist hafa verið í mikilli neyslu frá því í mars. Hann sagðist við yfirheyrslu nota amfetamín, kannabis og sterk róandi læknalyf. Hann sagðist vilja komast í meðferð en hefði viljað gera upp allar sínar skuldir svo enginn væri á eftir honum eða fjölskyldu hans. Fullyrti hann að lánadrottnar hans hafi látið hann hafa lista af munum sem hann ætti að sækja sem myndu ganga upp í skuldina. Með fyrrtöldum brotum sínum braut maðurinn skilorð en 27. febrúar var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir fíkniefna-, umferðar- og hegningalagabrot. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Maður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna ítrekaðra þjófnaðarbrota. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn 20. ágúst. Hann var síðast handtekinn 19. ágúst síðastliðinn eftir að hafa tekið borvél, tvær tangir, hnífasett, töng, skrúfjárn og rykgrímu ófrjálsri hendi úr verslun einni í Kópavogi. Í kjölfarið var gerð húsleit hjá viðkomandi og fannst þar hnífasett, töng, skrúfjárn auk þess sem tvær stolnar axir lágu á gólfinu í svefnherbergi hans. Auk verkfæranna fundust nokkrir munir úr minjagripabúð á laugavegi og fatnaður sem kærði gat ekki útskýrt hvaðan kom. Þá fundust á honum tvær stílabækur sem hann var með í tösku, í bókunum var nákvæm lýsing á þjófnuðum. Þar var ákveðið hvar, hvenær og hverju ætti að stela ásamt yfirliti yfir fíkniefnasölu og skuldalistar.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn skuldi háar fjárhæðir til fimm mismunandi aðila vegna fíkniefnakaupa. Maðurinn hafi reynt að greiða skuldir sínar með því að stela ítrekað og var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rökstuddur með vísan til brotaferils mannsins.Stórtækur þjófur í allt sumar Síðan í apríl á þessu ári hefur maðurinn verið handtekinn fyrir að hafa keyrt undir áhrifum ávana- og fíkniefna bílprófslaus í tvígang. Hann sé grunaður um að hafa stolið bluetooth hátölurum og hátalara af gerðinni LG Music Flow H7 úr einni verslun, GoPro myndavél, Beats Solo heyrnatólum úr annarri og stuttu síðar farið inn í tvær búðir, aðra í Reykjavík og hina í Kópavogi, og látið þar greipar sópa. Öll þessi þjófnaðarbrot eiga að hafa átt sér stað í júní síðastliðnum. Þá hefur maðurinn verð tekinn með maríjúana bæði í júlí og júní. Í ágúst tók hann til við þjófnað á ný en ellefta þess mánaðar fór hann inn í bifreið í Reykjavík og tók þaðan vegabréf, seðlaveski og myndavélarlinsu. Tveimur dögum síðar fór hann í fataverslun, stal þaðan tveimur dúnúlpum og við afskipti lögreglu afhenti hann jakka og úlpu sem hann hafði einnig stolið í ágúst.Vildi ekki að neinn væri á eftir fjölskyldu hans Þegar maðurinn var handtekinn síðast, 19. ágúst eins og fyrr var nefnt, fannst á honum hnífur. Brot mannsins síðan í apríl eru því mörg en hann segist hafa verið í mikilli neyslu frá því í mars. Hann sagðist við yfirheyrslu nota amfetamín, kannabis og sterk róandi læknalyf. Hann sagðist vilja komast í meðferð en hefði viljað gera upp allar sínar skuldir svo enginn væri á eftir honum eða fjölskyldu hans. Fullyrti hann að lánadrottnar hans hafi látið hann hafa lista af munum sem hann ætti að sækja sem myndu ganga upp í skuldina. Með fyrrtöldum brotum sínum braut maðurinn skilorð en 27. febrúar var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir fíkniefna-, umferðar- og hegningalagabrot.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira