Lífið

Sveinbjörg íhugar að rappa stefnuskrána fyrir næstu kosningar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sveinbjörg Birna
Sveinbjörg Birna vísir/pjetur
„Ég hefði nú verið til í að hann hefði fjallað meira um skattaparadísina en þetta er mjög fyndið engu að síður. Ég allavega hló mig máttlausa,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, aðspurð um viðbrögð sín við myndbandi Nútímans sem farið hefur um vefinn sem eldur um sinu.

„Það væri sniðugt að gera svipuð myndbönd eftir hvern einasta Kastljóssþátt því þetta höfðar svo vel til unga fólksins. Mig minnir að mbl.is hafi verið með próf um daginn þar sem fólk gat athugað hve marga stjórnmálamenn það þekkti með nafni og niðurstaðan var ekki góð,“ segir Sveinbjörg.





Hún segir að hún sé ekki mjög músíkölsk en hún bæti það upp með hæfileikum á öðrum sviðum. Hún hafi hins vegar gaman af allskyns textum.

„Um leið og maður er búinn að horfa á þetta þá hugsar maður „Af hverju datt mér ekki í hug að gera þetta?“ Atli Fannar fær hrós frá mér fyrir uppátækið,“ segir Sveinbjörg. „Mér sýnist að ég verði að byrja undirbúning fyrir næstu kosningar og rappa stefnuskrána þegar þar að kemur. Ég dunda mér við að semja textann og fæ svo einhvern tónlistarmann til að aðstoða mig.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×