Innlent

Missti stjórn á valtara

Gissur Sigurðsson skrifar
Hraðakstri verður seint kennt um slysið. Mynd tengist frétt ekki beint.
Hraðakstri verður seint kennt um slysið. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Stefán
Ökumaður valtara meiddist eitthvað þegar hann missti stjórn á valtaranum, sem hafnaði ofan í skurði við veginn um Svalbarðsströnd í gærkvöldi. Þar er verið að leggja bundið slitlag og var hann að valta það, þegar óhappið varð.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar en reyndist ekki alvarlega slasaður. Ekki er ljóst hvað fór úrskeiðis, nema hvað hraðakstri verður ekki kennt um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×