Gunnar Karl leiðir nýnorrænan veitingastað Claus Meyer í New York Stefán Árni Pálsson skrifar 8. september 2015 21:00 Gunnar Karl Gíslason vísir Danski matreiðslufrumkvöðullinn Claus Meyer tilkynnir með stolti að kokkurinn Gunnar Karl Gíslason muni taka stöðu yfirkokks á veitingastað hans í New York sem opnar snemma á næsta ári. Veitingastaðurinn er hluti af 460 fermetra matarmarkað í Grand Central Terminal. Gunnar er oftast nær kenndur við margrómaðan veitingastað sinn Dill í Reykjavík. „Forvitna eðli Gunnars og hans aðferðir við að endurvekja gamlar hefðir, matreiðsluaðferðir og auga hans fyrir óspilltu hráefni smellpassar við sýn þessa nýja veitingastaðar. Sýn og markmið veitingastaðarins er að vera með eldhús með norrænu yfirbragði sem er bæði hreint, heilnæmt og sótt í nánasta umhverfi okkar,“ segir Meyer. Matseðill veitingastaðarins verður gegnsýrður af hinni norrænu heimspeki, aðgengilegur öllum og mun einkennast af einföldum, hreinlegum og skapandi réttum þar sem meginhráefnin standa uppúr. „Ég hlakka til að kanna ný matargerðarsvæði og að skora á sjálfan mig í að heimfæra hið nýnorræna eldhús í bandarískt samhengi,“ segir Gunnar. „Lögmál heimspeki hins nýnorræna eldhúss má heimfæra allsstaðar þar sem þau snúast um að uppgötva náttúruna frá eigin hendi.“ Gunnar mun vinna með bestu fáanlegu og mest sérkennandi afurðirnar sem New York-fylki hefur að bjóða í náinni samvinnu við handverksbændur og birgja úr fylkinu. Hann mun þó taka með sér hráefni uppruninn frá Norðurlöndunum; jafnvel íslenskt söl eða finnska sveppi og mun sömuleiðis nota fornar norrænar aðferðir eins og söltun, pæklun og reyk.Kynnir norrænar bragðtegundir Samhliða veitingastaðnum mun matarmarkaðurinn kynna norrænar bragðtegundir fyrir íbúum New York í fimm mismunandi lystihúsum og bar þar sem boðið verður upp á allt frá norrænum bakstri, fullkorna brauðum, léttristuðu kaffi, nútímalegum pylsum, súpum, salötum, grautum og kokteilum. Claus Meyer hyggur einnig á að rækta ger frá dönsku eyjunni Lilleø, mjólkursýrugerla til þess að framleiða mjólkurafurðir að skandínavískum hætti og flytja inn og rækta norrænt korn og fræ í bandarískum jarðvegi. Sýnin er ekki sú að flytja inn matarmenningu í heild sinni, öllu er hún að sökkva sér og búa til eitthvað nýtt. Hinn margrómaði veitingastaður Gunnars, Dill, hefur getið sér gott orð hérlendis sem og erlendis. Núverandi samstarfsmaður Gunnars til margra ára, Ragnar Eiríksson, mun taka við eldhúsi Dill en Gunnar mun halda sinni sterku aðild. Veitingastaðurinn og matarmarkaðurinn verður opnaður snemma árið 2016 á Grand Central Terminal. Gunnar mun flytja til New York í byrjun janúar á næsta ári og mun eiginkona hans og börn fylgja honum um sumarið 2016. Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Danski matreiðslufrumkvöðullinn Claus Meyer tilkynnir með stolti að kokkurinn Gunnar Karl Gíslason muni taka stöðu yfirkokks á veitingastað hans í New York sem opnar snemma á næsta ári. Veitingastaðurinn er hluti af 460 fermetra matarmarkað í Grand Central Terminal. Gunnar er oftast nær kenndur við margrómaðan veitingastað sinn Dill í Reykjavík. „Forvitna eðli Gunnars og hans aðferðir við að endurvekja gamlar hefðir, matreiðsluaðferðir og auga hans fyrir óspilltu hráefni smellpassar við sýn þessa nýja veitingastaðar. Sýn og markmið veitingastaðarins er að vera með eldhús með norrænu yfirbragði sem er bæði hreint, heilnæmt og sótt í nánasta umhverfi okkar,“ segir Meyer. Matseðill veitingastaðarins verður gegnsýrður af hinni norrænu heimspeki, aðgengilegur öllum og mun einkennast af einföldum, hreinlegum og skapandi réttum þar sem meginhráefnin standa uppúr. „Ég hlakka til að kanna ný matargerðarsvæði og að skora á sjálfan mig í að heimfæra hið nýnorræna eldhús í bandarískt samhengi,“ segir Gunnar. „Lögmál heimspeki hins nýnorræna eldhúss má heimfæra allsstaðar þar sem þau snúast um að uppgötva náttúruna frá eigin hendi.“ Gunnar mun vinna með bestu fáanlegu og mest sérkennandi afurðirnar sem New York-fylki hefur að bjóða í náinni samvinnu við handverksbændur og birgja úr fylkinu. Hann mun þó taka með sér hráefni uppruninn frá Norðurlöndunum; jafnvel íslenskt söl eða finnska sveppi og mun sömuleiðis nota fornar norrænar aðferðir eins og söltun, pæklun og reyk.Kynnir norrænar bragðtegundir Samhliða veitingastaðnum mun matarmarkaðurinn kynna norrænar bragðtegundir fyrir íbúum New York í fimm mismunandi lystihúsum og bar þar sem boðið verður upp á allt frá norrænum bakstri, fullkorna brauðum, léttristuðu kaffi, nútímalegum pylsum, súpum, salötum, grautum og kokteilum. Claus Meyer hyggur einnig á að rækta ger frá dönsku eyjunni Lilleø, mjólkursýrugerla til þess að framleiða mjólkurafurðir að skandínavískum hætti og flytja inn og rækta norrænt korn og fræ í bandarískum jarðvegi. Sýnin er ekki sú að flytja inn matarmenningu í heild sinni, öllu er hún að sökkva sér og búa til eitthvað nýtt. Hinn margrómaði veitingastaður Gunnars, Dill, hefur getið sér gott orð hérlendis sem og erlendis. Núverandi samstarfsmaður Gunnars til margra ára, Ragnar Eiríksson, mun taka við eldhúsi Dill en Gunnar mun halda sinni sterku aðild. Veitingastaðurinn og matarmarkaðurinn verður opnaður snemma árið 2016 á Grand Central Terminal. Gunnar mun flytja til New York í byrjun janúar á næsta ári og mun eiginkona hans og börn fylgja honum um sumarið 2016.
Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira