Innlent

Lagði fram fjórtán frumvörp

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Lög um vernd afurðaheita voru meðal helstu þingmála ráðherra.
Lög um vernd afurðaheita voru meðal helstu þingmála ráðherra. fréttablaðið/stefán
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði fram fjórtán lagafrumvörp og eina þingsályktunartillögu á liðnu þingi. Alls samþykkti þingið ellefu af þessum frumvörpum auk þingsályktunartillögunnar.

Meðal helstu þingmála ráðherra má nefna lög um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.

Með jarðarlögum er stuðlað að skipulegri nýtingu lands í samræmi við landkosti, fjölþætt hlutverk landbúnaðar og hagsmuni sveitarfélaga og íbúa þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×