Ný reglugerð eykur öryggi og umferð Þórgnýr Einar Albersson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Allur staðalbúnaður hjóla þarf að vera í lagi. fréttablaðið „Reglugerðin sem nú er í gildi, frá 1994, er barn síns tíma. Margt hefur breyst,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, um nýja reglugerð um hjólreiðar á Íslandi sem er í vinnslu. Drög að reglugerðinni liggja nú í innanríkisráðuneytinu og hafa gert frá því í desember. Þórólfur segir bráðum von á fundi með innanríkisráðuneyti um drögin og í kjölfarið verði þau kynnt og óskað eftir umsögnum.Þórólfur Árnason„Reglugerðin verður frekar stutt og var sú leið valin að hafa reglurnar ekki íþyngjandi fyrir hjólreiðafólk nema þar sem öryggishagsmunir væru áberandi,“ segir Þórólfur. „Í þessu sem öðru gildir ákveðin skynsemi. Það á ekki að fara að draga úr notkun reiðhjóla þegar við erum á sama tíma að bæta hjólreiðastíga og auka öryggi hjólreiðamanna.“ Árni Davíðsson, formaður umsagnarnefndar Landssamtaka hjólreiðamanna, segir reglugerðina komna til ára sinna og ríka þörf á uppfærslu. „Í Evrópu er til dæmis viðurkennt að hafa glit á hliðum hjólbarðanna í stað glits á teinum, hér er skylda að vera með glit á teinum,“ segir Árni. Sjálfur segist Þórólfur hjóla nær daglega til vinnu og þykir honum það góður ferðamáti. Hann segir ýmislegt hafa batnað í öryggi hjólreiðamanna og segir reglugerðina taka mið af því að hjólreiðamenning sé að skapast hér á landi.Einar Guðmundsson, formaður Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna, segir drögin sem nú liggja fyrir meðal annars fela í sér aukna aðgreiningu á tegundum hjóla og brotthvarf keðjuhlífar og láss af lista yfir nauðsynlegan öryggisbúnað en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær segir Brautin aðeins fjórtán prósent hjóla á Íslandi seld með tilskyldum öryggisbúnaði, þó segir Einar barnahjól frekar með öryggisbúnaðinn í lagi. „Ástandið er mun betra þar.“ Þórólfur heldur að innflytjendur hjóla reyni eftir bestu getu að hafa allan búnað á hjólum. „Ýmis keppnishjól eru þó væntanlega seld án búnaðar. Menn eru ekki tilbúnir að selja hjól með búnaði sem verður tekinn af strax aftur.“ Einar segir niðurstöðurnar þó nákvæmar. Hann segir geta verið að einhverjir selji hjól með næstum öllum tilskyldum búnaði en segir að öll sjö atriði eigi þó að vera í lagi. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira
„Reglugerðin sem nú er í gildi, frá 1994, er barn síns tíma. Margt hefur breyst,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, um nýja reglugerð um hjólreiðar á Íslandi sem er í vinnslu. Drög að reglugerðinni liggja nú í innanríkisráðuneytinu og hafa gert frá því í desember. Þórólfur segir bráðum von á fundi með innanríkisráðuneyti um drögin og í kjölfarið verði þau kynnt og óskað eftir umsögnum.Þórólfur Árnason„Reglugerðin verður frekar stutt og var sú leið valin að hafa reglurnar ekki íþyngjandi fyrir hjólreiðafólk nema þar sem öryggishagsmunir væru áberandi,“ segir Þórólfur. „Í þessu sem öðru gildir ákveðin skynsemi. Það á ekki að fara að draga úr notkun reiðhjóla þegar við erum á sama tíma að bæta hjólreiðastíga og auka öryggi hjólreiðamanna.“ Árni Davíðsson, formaður umsagnarnefndar Landssamtaka hjólreiðamanna, segir reglugerðina komna til ára sinna og ríka þörf á uppfærslu. „Í Evrópu er til dæmis viðurkennt að hafa glit á hliðum hjólbarðanna í stað glits á teinum, hér er skylda að vera með glit á teinum,“ segir Árni. Sjálfur segist Þórólfur hjóla nær daglega til vinnu og þykir honum það góður ferðamáti. Hann segir ýmislegt hafa batnað í öryggi hjólreiðamanna og segir reglugerðina taka mið af því að hjólreiðamenning sé að skapast hér á landi.Einar Guðmundsson, formaður Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna, segir drögin sem nú liggja fyrir meðal annars fela í sér aukna aðgreiningu á tegundum hjóla og brotthvarf keðjuhlífar og láss af lista yfir nauðsynlegan öryggisbúnað en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær segir Brautin aðeins fjórtán prósent hjóla á Íslandi seld með tilskyldum öryggisbúnaði, þó segir Einar barnahjól frekar með öryggisbúnaðinn í lagi. „Ástandið er mun betra þar.“ Þórólfur heldur að innflytjendur hjóla reyni eftir bestu getu að hafa allan búnað á hjólum. „Ýmis keppnishjól eru þó væntanlega seld án búnaðar. Menn eru ekki tilbúnir að selja hjól með búnaði sem verður tekinn af strax aftur.“ Einar segir niðurstöðurnar þó nákvæmar. Hann segir geta verið að einhverjir selji hjól með næstum öllum tilskyldum búnaði en segir að öll sjö atriði eigi þó að vera í lagi.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira