Innlent

Fjölskyldufaðir sótti 45,2 milljón króna lottóvinning

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölskyldufaðirinn vann vinninginn í útdrætti síðustu helgar.
Fjölskyldufaðirinn vann vinninginn í útdrætti síðustu helgar. Vísir/Vilhelm
37 ára fjölskyldufaðir hefur sótt 45,2 milljón króna lottóvinning í húsnæði Íslenskrar getspár, en hann vann vinninginn í lottóútdrætti síðustu helgar.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að hann hafi verið glaður og hamingjusamur þegar hann mætti í hús. „Aðspurður segist hann hafa stofnað happa áskriftina fyrir ekki svo löngu síðan og sagðist hann hafa fundið á sér undanfarnar vikur að hann væri að fara að vinna í lottó, en aldrei hefði hann grunað að vinningurinn yrði upp á rúmar 45 milljónir.

Hann kíkti því morguninn eftir útdráttinn á netið og athugaði hvort hann hefði fengið tölvupóst vegna vinnings en sá ekkert frá Íslenskri getspá og hugsaði þá með sér að vinningurinn kæmi þá bara næst. Stuttu síðar fékk hann hið örlagaríka símtal frá framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár um að hann hefði unnið þann stóra,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×