Lögmaður foreldra Stellu Briem skorar á Garðar að biðja hana afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2015 15:03 Björn L. Bergsson lögmaður. Vísir Hæstaréttarlögmaðurinn Björn L. Bergsson hefur skorað á Garðar St. Ólafsson að biðjast afsökunar á orðum hans um Stellu Briem. Björn gætir hagsmuna foreldra Stellu Briem sem lýsti því að hún hefði orðið fyrir árás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið sendir Garðar St. Ólafsson yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem kom fram að hann gætti hagsmuna einnar af stúlkunum þremur sem Stella hafði sakað um að ráðast á sig en Garðar hélt því fram að Stella hefði átt upptökin að átökunum.Segir Garðar fara mikinn í fjölmiðlum Björn segir Garðar hafa farið mikinn í fjölmiðlum með gildishlöðnum ummælum um Stellu og segir Garðar hafa vitnað sjálfur um framgöngu hennar eins og hann hefði verið sjónarvottur að atvikum. „Þú tjáðir þig um huglæga afstöðu hennar til samskipta við ónafngreinda skjólstæðinga þína í Vestmannaeyjum 2. ágúst síðasltiðinn, gerðir henni upp að hafa runnið í skap af ástæðu sem þú vitnar um sem staðreynd og hafa látið hendur skipta. Framganga þessi sætir furðu og er með henni gengið fram úr öllu hófi í meintri hagsmunagæslu fyrir hönd skjólstæðinganna,“ segir Björn í yfirlýsingunni.Garðar Steinn Ólafsson, héraðsdómslögmaðurVísir/AFP„Stella nafngreindi engan“ Björn segir framgöngu Stellu ekki hafa gefið tilefni til að ráðist sé með þessum hætti gegn persónu hennar og friðhelgi, síst af lögmanni. Björn segir Stellu hafa greint frá því opinberlega að hafa orðið fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum og greina frá því af hvaða ástæðu hún taldi þá árás hafa átt sér stað. „Stella nafngreindi engan í þeirri yfirlýsingu. Aðrir sem sáu um þessa yfirlýsingu og höfðu orðið vitni að árásinni urðu síðan til þess að nafngreina eina stúlku. Nafn hennar var þar með ekki komið í þessa rafrænu umfjöllun fyrir tilstuðlan Stellu,“ segir Björn.Leitaði ásjár yfirvalda í Vestmannaeyjum Hann segir Stellu hafa leitað ásjár yfirvalda í Vestmannaeyjum og aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna og svo að nýju þegar til Reykjavíkur var komið. „Heimildarmenn þínir hjá lögreglunni sem ekki gátu staðfest slíkt eru því annað hvort illa upplýstir eða hafa kosið að greina ekki rétt frá málavöxtum,“ segir Björn við Garðar. Björn segir óhjákvæmilegt að vekja athygli á 34. Grein siðareglna lögmanna sem fjallar um þá skyldu lögmanns að sýna gagnaðilum skjólstæðinga sinna fulla virðingu og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðinga. „Eins og þér er kunnugt er æra fólks varin af 71. grein stjórnarskrár og að ærumeiðingar varða við hegningarlög,“ segir Björn við Garðar.Skorar á Garðar að gæta betra hófs Hann skorar á Garðar að gæta betra hófs í framgöngu gagnvart dóttur skjólstæðinga hans hér eftir og biðjast jafnframt afsökunar á orðum hans um hana. „Vart þarf að fjölyrða um hve viðurhlutamikið það kann að reynast að lögmaður gangi svo harkalega fram. Sérstaklega gagnvart ólögráða einstaklingi en það að viðkomandi veiti feministafélagi innan menntaskóla forstöðu upphefur á engan hátt æruvernd hennar.“ Tengdar fréttir Segir Stellu Briem hafa átt upptökin að átökunum Ein af stúlkunum sem Stella sakaði um árás hefur leitað til lögmannsins Garðar St. Ólafssonar sem hefur sent frá sér yfirlýsingu. 5. ágúst 2015 12:45 „Ég var lamin á Þjóðhátíð fyrir að vera feministi“ Þjár ókunnugar stelpur réðust á Stellu Briem á Þjóðhátíð í Eyjum. 3. ágúst 2015 15:22 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Hæstaréttarlögmaðurinn Björn L. Bergsson hefur skorað á Garðar St. Ólafsson að biðjast afsökunar á orðum hans um Stellu Briem. Björn gætir hagsmuna foreldra Stellu Briem sem lýsti því að hún hefði orðið fyrir árás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið sendir Garðar St. Ólafsson yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem kom fram að hann gætti hagsmuna einnar af stúlkunum þremur sem Stella hafði sakað um að ráðast á sig en Garðar hélt því fram að Stella hefði átt upptökin að átökunum.Segir Garðar fara mikinn í fjölmiðlum Björn segir Garðar hafa farið mikinn í fjölmiðlum með gildishlöðnum ummælum um Stellu og segir Garðar hafa vitnað sjálfur um framgöngu hennar eins og hann hefði verið sjónarvottur að atvikum. „Þú tjáðir þig um huglæga afstöðu hennar til samskipta við ónafngreinda skjólstæðinga þína í Vestmannaeyjum 2. ágúst síðasltiðinn, gerðir henni upp að hafa runnið í skap af ástæðu sem þú vitnar um sem staðreynd og hafa látið hendur skipta. Framganga þessi sætir furðu og er með henni gengið fram úr öllu hófi í meintri hagsmunagæslu fyrir hönd skjólstæðinganna,“ segir Björn í yfirlýsingunni.Garðar Steinn Ólafsson, héraðsdómslögmaðurVísir/AFP„Stella nafngreindi engan“ Björn segir framgöngu Stellu ekki hafa gefið tilefni til að ráðist sé með þessum hætti gegn persónu hennar og friðhelgi, síst af lögmanni. Björn segir Stellu hafa greint frá því opinberlega að hafa orðið fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum og greina frá því af hvaða ástæðu hún taldi þá árás hafa átt sér stað. „Stella nafngreindi engan í þeirri yfirlýsingu. Aðrir sem sáu um þessa yfirlýsingu og höfðu orðið vitni að árásinni urðu síðan til þess að nafngreina eina stúlku. Nafn hennar var þar með ekki komið í þessa rafrænu umfjöllun fyrir tilstuðlan Stellu,“ segir Björn.Leitaði ásjár yfirvalda í Vestmannaeyjum Hann segir Stellu hafa leitað ásjár yfirvalda í Vestmannaeyjum og aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna og svo að nýju þegar til Reykjavíkur var komið. „Heimildarmenn þínir hjá lögreglunni sem ekki gátu staðfest slíkt eru því annað hvort illa upplýstir eða hafa kosið að greina ekki rétt frá málavöxtum,“ segir Björn við Garðar. Björn segir óhjákvæmilegt að vekja athygli á 34. Grein siðareglna lögmanna sem fjallar um þá skyldu lögmanns að sýna gagnaðilum skjólstæðinga sinna fulla virðingu og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðinga. „Eins og þér er kunnugt er æra fólks varin af 71. grein stjórnarskrár og að ærumeiðingar varða við hegningarlög,“ segir Björn við Garðar.Skorar á Garðar að gæta betra hófs Hann skorar á Garðar að gæta betra hófs í framgöngu gagnvart dóttur skjólstæðinga hans hér eftir og biðjast jafnframt afsökunar á orðum hans um hana. „Vart þarf að fjölyrða um hve viðurhlutamikið það kann að reynast að lögmaður gangi svo harkalega fram. Sérstaklega gagnvart ólögráða einstaklingi en það að viðkomandi veiti feministafélagi innan menntaskóla forstöðu upphefur á engan hátt æruvernd hennar.“
Tengdar fréttir Segir Stellu Briem hafa átt upptökin að átökunum Ein af stúlkunum sem Stella sakaði um árás hefur leitað til lögmannsins Garðar St. Ólafssonar sem hefur sent frá sér yfirlýsingu. 5. ágúst 2015 12:45 „Ég var lamin á Þjóðhátíð fyrir að vera feministi“ Þjár ókunnugar stelpur réðust á Stellu Briem á Þjóðhátíð í Eyjum. 3. ágúst 2015 15:22 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Segir Stellu Briem hafa átt upptökin að átökunum Ein af stúlkunum sem Stella sakaði um árás hefur leitað til lögmannsins Garðar St. Ólafssonar sem hefur sent frá sér yfirlýsingu. 5. ágúst 2015 12:45
„Ég var lamin á Þjóðhátíð fyrir að vera feministi“ Þjár ókunnugar stelpur réðust á Stellu Briem á Þjóðhátíð í Eyjum. 3. ágúst 2015 15:22