Lögmaður foreldra Stellu Briem skorar á Garðar að biðja hana afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2015 15:03 Björn L. Bergsson lögmaður. Vísir Hæstaréttarlögmaðurinn Björn L. Bergsson hefur skorað á Garðar St. Ólafsson að biðjast afsökunar á orðum hans um Stellu Briem. Björn gætir hagsmuna foreldra Stellu Briem sem lýsti því að hún hefði orðið fyrir árás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið sendir Garðar St. Ólafsson yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem kom fram að hann gætti hagsmuna einnar af stúlkunum þremur sem Stella hafði sakað um að ráðast á sig en Garðar hélt því fram að Stella hefði átt upptökin að átökunum.Segir Garðar fara mikinn í fjölmiðlum Björn segir Garðar hafa farið mikinn í fjölmiðlum með gildishlöðnum ummælum um Stellu og segir Garðar hafa vitnað sjálfur um framgöngu hennar eins og hann hefði verið sjónarvottur að atvikum. „Þú tjáðir þig um huglæga afstöðu hennar til samskipta við ónafngreinda skjólstæðinga þína í Vestmannaeyjum 2. ágúst síðasltiðinn, gerðir henni upp að hafa runnið í skap af ástæðu sem þú vitnar um sem staðreynd og hafa látið hendur skipta. Framganga þessi sætir furðu og er með henni gengið fram úr öllu hófi í meintri hagsmunagæslu fyrir hönd skjólstæðinganna,“ segir Björn í yfirlýsingunni.Garðar Steinn Ólafsson, héraðsdómslögmaðurVísir/AFP„Stella nafngreindi engan“ Björn segir framgöngu Stellu ekki hafa gefið tilefni til að ráðist sé með þessum hætti gegn persónu hennar og friðhelgi, síst af lögmanni. Björn segir Stellu hafa greint frá því opinberlega að hafa orðið fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum og greina frá því af hvaða ástæðu hún taldi þá árás hafa átt sér stað. „Stella nafngreindi engan í þeirri yfirlýsingu. Aðrir sem sáu um þessa yfirlýsingu og höfðu orðið vitni að árásinni urðu síðan til þess að nafngreina eina stúlku. Nafn hennar var þar með ekki komið í þessa rafrænu umfjöllun fyrir tilstuðlan Stellu,“ segir Björn.Leitaði ásjár yfirvalda í Vestmannaeyjum Hann segir Stellu hafa leitað ásjár yfirvalda í Vestmannaeyjum og aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna og svo að nýju þegar til Reykjavíkur var komið. „Heimildarmenn þínir hjá lögreglunni sem ekki gátu staðfest slíkt eru því annað hvort illa upplýstir eða hafa kosið að greina ekki rétt frá málavöxtum,“ segir Björn við Garðar. Björn segir óhjákvæmilegt að vekja athygli á 34. Grein siðareglna lögmanna sem fjallar um þá skyldu lögmanns að sýna gagnaðilum skjólstæðinga sinna fulla virðingu og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðinga. „Eins og þér er kunnugt er æra fólks varin af 71. grein stjórnarskrár og að ærumeiðingar varða við hegningarlög,“ segir Björn við Garðar.Skorar á Garðar að gæta betra hófs Hann skorar á Garðar að gæta betra hófs í framgöngu gagnvart dóttur skjólstæðinga hans hér eftir og biðjast jafnframt afsökunar á orðum hans um hana. „Vart þarf að fjölyrða um hve viðurhlutamikið það kann að reynast að lögmaður gangi svo harkalega fram. Sérstaklega gagnvart ólögráða einstaklingi en það að viðkomandi veiti feministafélagi innan menntaskóla forstöðu upphefur á engan hátt æruvernd hennar.“ Tengdar fréttir Segir Stellu Briem hafa átt upptökin að átökunum Ein af stúlkunum sem Stella sakaði um árás hefur leitað til lögmannsins Garðar St. Ólafssonar sem hefur sent frá sér yfirlýsingu. 5. ágúst 2015 12:45 „Ég var lamin á Þjóðhátíð fyrir að vera feministi“ Þjár ókunnugar stelpur réðust á Stellu Briem á Þjóðhátíð í Eyjum. 3. ágúst 2015 15:22 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Hæstaréttarlögmaðurinn Björn L. Bergsson hefur skorað á Garðar St. Ólafsson að biðjast afsökunar á orðum hans um Stellu Briem. Björn gætir hagsmuna foreldra Stellu Briem sem lýsti því að hún hefði orðið fyrir árás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið sendir Garðar St. Ólafsson yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem kom fram að hann gætti hagsmuna einnar af stúlkunum þremur sem Stella hafði sakað um að ráðast á sig en Garðar hélt því fram að Stella hefði átt upptökin að átökunum.Segir Garðar fara mikinn í fjölmiðlum Björn segir Garðar hafa farið mikinn í fjölmiðlum með gildishlöðnum ummælum um Stellu og segir Garðar hafa vitnað sjálfur um framgöngu hennar eins og hann hefði verið sjónarvottur að atvikum. „Þú tjáðir þig um huglæga afstöðu hennar til samskipta við ónafngreinda skjólstæðinga þína í Vestmannaeyjum 2. ágúst síðasltiðinn, gerðir henni upp að hafa runnið í skap af ástæðu sem þú vitnar um sem staðreynd og hafa látið hendur skipta. Framganga þessi sætir furðu og er með henni gengið fram úr öllu hófi í meintri hagsmunagæslu fyrir hönd skjólstæðinganna,“ segir Björn í yfirlýsingunni.Garðar Steinn Ólafsson, héraðsdómslögmaðurVísir/AFP„Stella nafngreindi engan“ Björn segir framgöngu Stellu ekki hafa gefið tilefni til að ráðist sé með þessum hætti gegn persónu hennar og friðhelgi, síst af lögmanni. Björn segir Stellu hafa greint frá því opinberlega að hafa orðið fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum og greina frá því af hvaða ástæðu hún taldi þá árás hafa átt sér stað. „Stella nafngreindi engan í þeirri yfirlýsingu. Aðrir sem sáu um þessa yfirlýsingu og höfðu orðið vitni að árásinni urðu síðan til þess að nafngreina eina stúlku. Nafn hennar var þar með ekki komið í þessa rafrænu umfjöllun fyrir tilstuðlan Stellu,“ segir Björn.Leitaði ásjár yfirvalda í Vestmannaeyjum Hann segir Stellu hafa leitað ásjár yfirvalda í Vestmannaeyjum og aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna og svo að nýju þegar til Reykjavíkur var komið. „Heimildarmenn þínir hjá lögreglunni sem ekki gátu staðfest slíkt eru því annað hvort illa upplýstir eða hafa kosið að greina ekki rétt frá málavöxtum,“ segir Björn við Garðar. Björn segir óhjákvæmilegt að vekja athygli á 34. Grein siðareglna lögmanna sem fjallar um þá skyldu lögmanns að sýna gagnaðilum skjólstæðinga sinna fulla virðingu og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðinga. „Eins og þér er kunnugt er æra fólks varin af 71. grein stjórnarskrár og að ærumeiðingar varða við hegningarlög,“ segir Björn við Garðar.Skorar á Garðar að gæta betra hófs Hann skorar á Garðar að gæta betra hófs í framgöngu gagnvart dóttur skjólstæðinga hans hér eftir og biðjast jafnframt afsökunar á orðum hans um hana. „Vart þarf að fjölyrða um hve viðurhlutamikið það kann að reynast að lögmaður gangi svo harkalega fram. Sérstaklega gagnvart ólögráða einstaklingi en það að viðkomandi veiti feministafélagi innan menntaskóla forstöðu upphefur á engan hátt æruvernd hennar.“
Tengdar fréttir Segir Stellu Briem hafa átt upptökin að átökunum Ein af stúlkunum sem Stella sakaði um árás hefur leitað til lögmannsins Garðar St. Ólafssonar sem hefur sent frá sér yfirlýsingu. 5. ágúst 2015 12:45 „Ég var lamin á Þjóðhátíð fyrir að vera feministi“ Þjár ókunnugar stelpur réðust á Stellu Briem á Þjóðhátíð í Eyjum. 3. ágúst 2015 15:22 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Segir Stellu Briem hafa átt upptökin að átökunum Ein af stúlkunum sem Stella sakaði um árás hefur leitað til lögmannsins Garðar St. Ólafssonar sem hefur sent frá sér yfirlýsingu. 5. ágúst 2015 12:45
„Ég var lamin á Þjóðhátíð fyrir að vera feministi“ Þjár ókunnugar stelpur réðust á Stellu Briem á Þjóðhátíð í Eyjum. 3. ágúst 2015 15:22