Innlent

Segir Stellu Briem hafa átt upptökin að átökunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Stella segir þrjár stelpur hafa ráðist að sér við hvítu tjöldin í dalnum.
Stella segir þrjár stelpur hafa ráðist að sér við hvítu tjöldin í dalnum. myndir/stella
Garðar St. Ólafsson lögmaður hefur sent fjölmiðlum orðsendingu vegna frétta af atviki á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem varðar Stellu Briem Friðriksdóttur, formann Feministafélags Verzlunarskóla Íslands. Stella Briem sagðist hafa orðið fyrir árás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og sagði ástæðuna fyrir árásinni hafa verið að hún er yfirlýstur femínisti.

Sjá einnig:„Ég var lamin á Þjóðhátíð fyrir að vera feministi“

Garðar segir eina af stúlkunum, sem Stella sakar um að hafa ráðist á sig, hafa leitað til sín vegna málsins en Garðar segist undrast að nær allir fjölmiðlar á Íslandi hafi tekið gagnrýnislaust upp frásögn drukkins unglings í slagsmálum á Þjóðhátíð.

„Það er væntanlega oftast þannig þegar deilur verða í skemmtanalífi að hver þátttakandi hefur sína sögu af því og væntalega upplifa sig nær allir sem blásaklaus fórnarlömb þegar sagan er sögð síðar,“ segir Garðar St. í yfirlýsingunni.

Hann segir þá frásögn sem hafa farið sem eldur í sinu um internetið vera langt frá sannleikunum samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefur. „Enginn sem kom að atvikum vissi hver Stella Briem var áður en hún öskraði: "Veistu ekki hver ég ER?" á fólk sem hafði gerst svo djarft að biðja um að komast fram hjá henni í mannþröng,“ segir Garðar.

Hann segir femínisma eða aðrar stjórnmálaskoðanir ekki hafa tengst atburðarásinni með öðrum hætti. „En að það virtist æsa Stellu Briem mjög að ókunnugt fólk vissi ekki að hún væri formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands.“

Garðar segir engan hafa ráðist á Stellu að fyrra bragði, en segir að til átaka hafa komið eftir að Stella stökk á aðra stúlku og rifið í hár hennar. Hann segir ekki liggja fyrir hvort Stella Briem hafi farið með sína sögu til lögreglu og segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu ekki kannast við neina kæru frá henni eða að lögreglan sé með þetta mál til rannsóknar.

Sjá yfirlýsinguna frá Garðari hér fyrir neðan:

Leitað hefur til mín stúlka sem Stella Briem Friðriksdóttir hefur ásakað 

um að hafa ráðist á sig í Vestmannaeyjum. Stella Briem hefur nafngreint 

hana á twitter, en hún óskar að sjálfsögðu ekki eftir því að koma fram 

undir nafni.

Hún og móðir hennar óska enn fremur eftir því að blaðamenn hafi ekki 

frekara samband við sig, en hafa falið mér að svara fyrir sína hönd um 

málið eftir því sem þörf er á.

Satt að segja undrast ég mjög að nær allir fjölmiðlar á Íslandi hafi 

tekið gagnrýnislaust upp frásögn drukkins unglings af slagsmálum á 

Þjóðhátíð. Það er væntanlega oftast þannig þegar deilur verða í 

skemmtanalífi að hver þáttakandi hefur sína sögu af því og væntalega 

upplifa sig nær allir sem blásaklaus fórnarlömb þegar sagan er sögð 

síðar.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er sú frásögn sem fer eins og eldur 

í sinu um Internetið langt frá sannleikanum.

Enginn sem kom að atvikum vissi hver Stella Briem var áður en hún 

öskraði: "Veistu ekki hver ég ER?" á fólk sem hafði gerst svo djarft að 

biðja um að komast fram hjá henni í mannþröng.

Femínismi eða aðrar stjórnmálaskoðanir tengdust atburðarás ekki með 

öðrum hætti en að það virtist æsa Stellu Briem mjög að ókunnugt fólk 

vissi ekki að hún væri formaður Femístafélags Verzlunarskóla Íslands.

Þá réðist enginn á Stellu að fyrra bragði, en til átaka kom eftir að 

Stella stökk á aðra stúlku og reif í hár hennar, af því er virtist fyrir 

að hafa dirfst að 'axla' hana og fyrir að hafa sýnt sér vanvirðingu með 

að vita ekki hver hún væri. Fórnarlamb árásar Stellu fór niður á 

lögreglustöð nú eftir helgi og reyndi að kæra árásina, en var tjáð að 

hún gæti ekki kært líkamsárás án áverkavottorðs.

Ekki liggur fyrir hvort Stella Briem hefur farið með sína útgáfu 

atburðarásar til lögreglu eða hvort hún lætur nægja að dreifa henni í 

fjölmiðla. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu kannast amk ekki við neina kæru 

frá henni eða að neitt mál sé í rannsókn.

Þetta mál allt saman minnir nú á hið (ekki svo gamla) spakmæli: Eigi 


skal syrgja hundinn Lúkas fyrr en dauður er og varast ber að trúa öllu 

sem lesið er á Internetinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×