Fótbolti

Arna Sif hafði betur í Íslendingaslag í Svíþjóð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arna Sif í leik með Þór/KA á sínum tíma.
Arna Sif í leik með Þór/KA á sínum tíma. Vísir/Daníel
Arna Sif Ásgrímsdóttir og liðsfélagar í Göteborg unnu öruggan 3-0 sigur á Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni en með sigrinum blandar félagið sér aftur í baráttuna um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Arna Sif lék aðeins fyrri hálfleikinn í leiknum en Margrét Lára Viðarsdóttir lék allar nítíu mínútur leiksins.

Staðan var markalaus í hálfleik en heimakonur í Göteborg náðu að setja þrjú mörk á lið Elísabetar Gunnarsdóttur í seinni hálfleik og með því tryggja sér stigin þrjú.

Kristianstad situr því sem fastast í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa aðeins nælt í fjögur stig í síðustu sex leikjum. Næsti leikur liðsins er gegn Örebro sem situr sætinu fyrir ofan á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×