Innlent

Loðnukvótinn aðeins 44 þúsund tonn að mati Hafró

Gissur Sigurðsson skrifar
Skilyrði til mælinga voru erfið en ráðleggingarnar byggja á mælingum Hafrannsóknarstofnunar.
Skilyrði til mælinga voru erfið en ráðleggingarnar byggja á mælingum Hafrannsóknarstofnunar.
Heildar loðnukvóti á komandi vertíð verður aðeins 44 þúsund tonn samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og skiptist hann á milli Íslendinga, Grænlendinga og Norðmanna. Þetta er mjög lítill kvóti, en hann er byggður á mælingum Hafrannsóknastofnunar.

Skilyrði til mælinga voru erfið, einkum til mælinga á kynþroska hluta stofnsins, sem veiðarnar byggjast á. Þrálátur rekís og óveður trufluðu mælingarnar.

Upp úr áramótum verður mælt á ný og þá bætt við  kvótann ef tilefni verður til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×