Banaslys við Meðallandsveg: Ökumaðurinn ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2015 14:55 Bifreiðin hafnaði í Eldhrauni og kviknaði í henni á vettvangi. mynd/rannsóknarnefnd samgönguslysa Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákært karlmann fyrir manndráp af gáleysi vegna banaslyss sem varð þann 4. ágúst 2013 á Suðurlandsvegi við Meðallandsveg í Eldhrauni. Tvær pólskar stúlkur sem voru farþegar í aftursæti bílsins létust í slysinu. Þær voru fæddar 1997 og 1998 og voru gestkomandi hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekið án gildra ökuréttinda og á 124 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn tók fram úr annarri bifreið „án nægilegrar aðgæslu og án þess þá að aka inn á rétta akrein um leið og unnt var án hættu og óþæginda“, eins og segir í ákæru. Er talið að maðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður sem hafi orðið til þess að hann missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti utan vegar og valt. Staðnæmdist bíllinn á hvolfi úti í hrauni þar sem kviknaði í honum. Stúlkurnar tvær sem létust köstuðust út úr bifreiðinni en þær voru hvorugar í bílbelti að því er fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þær hlutu alvarlega áverka á heila og létust á vettvangi. Foreldrar annarrar stúlkunnar gera einkaréttarkröfu í málinu og fara fram á 5 milljónir króna í skaðabætur. Þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands fóru þau svo fram á að þeim yrði skipaður réttargæslumaður í málinu en á það var ekki fallist. Sú niðurstaða var kærð til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms. Tengdar fréttir Ferðamenn fyrstir á vettvang banaslyss Ferðalag Urgo- fjölskyldunnar tók skyndilega krappa beygju þegar þau keyrðu að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann fjórða ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2013 21:41 Nöfn stúlknanna sem létust í bílslysi á Suðurlandsvegi Natalia Gabinska, fædd 6. mars 1998, og Magdalena Hyz, fædd 9. maí 1997. 7. ágúst 2013 12:02 Tvær stúlkur létust í bílslysi við Meðallandsveg Tvær pólskar stúlkur létust í alvarlegu umferðarslysi á Suðurlandsvegi, skammt austan við Meðallandsveg, um þrjú leytið í gær. Stúlkurnar, sem voru fæddar árið 1997 og 1998, voru úrskurðaðar látnar á vettvangi þegar lífgunartilraunir, sem vegfarendur hófu en var haldið áfram af sjúkraliði, báru ekki árangur. 5. ágúst 2013 11:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákært karlmann fyrir manndráp af gáleysi vegna banaslyss sem varð þann 4. ágúst 2013 á Suðurlandsvegi við Meðallandsveg í Eldhrauni. Tvær pólskar stúlkur sem voru farþegar í aftursæti bílsins létust í slysinu. Þær voru fæddar 1997 og 1998 og voru gestkomandi hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekið án gildra ökuréttinda og á 124 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn tók fram úr annarri bifreið „án nægilegrar aðgæslu og án þess þá að aka inn á rétta akrein um leið og unnt var án hættu og óþæginda“, eins og segir í ákæru. Er talið að maðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður sem hafi orðið til þess að hann missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti utan vegar og valt. Staðnæmdist bíllinn á hvolfi úti í hrauni þar sem kviknaði í honum. Stúlkurnar tvær sem létust köstuðust út úr bifreiðinni en þær voru hvorugar í bílbelti að því er fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þær hlutu alvarlega áverka á heila og létust á vettvangi. Foreldrar annarrar stúlkunnar gera einkaréttarkröfu í málinu og fara fram á 5 milljónir króna í skaðabætur. Þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands fóru þau svo fram á að þeim yrði skipaður réttargæslumaður í málinu en á það var ekki fallist. Sú niðurstaða var kærð til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms.
Tengdar fréttir Ferðamenn fyrstir á vettvang banaslyss Ferðalag Urgo- fjölskyldunnar tók skyndilega krappa beygju þegar þau keyrðu að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann fjórða ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2013 21:41 Nöfn stúlknanna sem létust í bílslysi á Suðurlandsvegi Natalia Gabinska, fædd 6. mars 1998, og Magdalena Hyz, fædd 9. maí 1997. 7. ágúst 2013 12:02 Tvær stúlkur létust í bílslysi við Meðallandsveg Tvær pólskar stúlkur létust í alvarlegu umferðarslysi á Suðurlandsvegi, skammt austan við Meðallandsveg, um þrjú leytið í gær. Stúlkurnar, sem voru fæddar árið 1997 og 1998, voru úrskurðaðar látnar á vettvangi þegar lífgunartilraunir, sem vegfarendur hófu en var haldið áfram af sjúkraliði, báru ekki árangur. 5. ágúst 2013 11:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ferðamenn fyrstir á vettvang banaslyss Ferðalag Urgo- fjölskyldunnar tók skyndilega krappa beygju þegar þau keyrðu að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann fjórða ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2013 21:41
Nöfn stúlknanna sem létust í bílslysi á Suðurlandsvegi Natalia Gabinska, fædd 6. mars 1998, og Magdalena Hyz, fædd 9. maí 1997. 7. ágúst 2013 12:02
Tvær stúlkur létust í bílslysi við Meðallandsveg Tvær pólskar stúlkur létust í alvarlegu umferðarslysi á Suðurlandsvegi, skammt austan við Meðallandsveg, um þrjú leytið í gær. Stúlkurnar, sem voru fæddar árið 1997 og 1998, voru úrskurðaðar látnar á vettvangi þegar lífgunartilraunir, sem vegfarendur hófu en var haldið áfram af sjúkraliði, báru ekki árangur. 5. ágúst 2013 11:15