Banaslys við Meðallandsveg: Ökumaðurinn ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2015 14:55 Bifreiðin hafnaði í Eldhrauni og kviknaði í henni á vettvangi. mynd/rannsóknarnefnd samgönguslysa Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákært karlmann fyrir manndráp af gáleysi vegna banaslyss sem varð þann 4. ágúst 2013 á Suðurlandsvegi við Meðallandsveg í Eldhrauni. Tvær pólskar stúlkur sem voru farþegar í aftursæti bílsins létust í slysinu. Þær voru fæddar 1997 og 1998 og voru gestkomandi hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekið án gildra ökuréttinda og á 124 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn tók fram úr annarri bifreið „án nægilegrar aðgæslu og án þess þá að aka inn á rétta akrein um leið og unnt var án hættu og óþæginda“, eins og segir í ákæru. Er talið að maðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður sem hafi orðið til þess að hann missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti utan vegar og valt. Staðnæmdist bíllinn á hvolfi úti í hrauni þar sem kviknaði í honum. Stúlkurnar tvær sem létust köstuðust út úr bifreiðinni en þær voru hvorugar í bílbelti að því er fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þær hlutu alvarlega áverka á heila og létust á vettvangi. Foreldrar annarrar stúlkunnar gera einkaréttarkröfu í málinu og fara fram á 5 milljónir króna í skaðabætur. Þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands fóru þau svo fram á að þeim yrði skipaður réttargæslumaður í málinu en á það var ekki fallist. Sú niðurstaða var kærð til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms. Tengdar fréttir Ferðamenn fyrstir á vettvang banaslyss Ferðalag Urgo- fjölskyldunnar tók skyndilega krappa beygju þegar þau keyrðu að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann fjórða ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2013 21:41 Nöfn stúlknanna sem létust í bílslysi á Suðurlandsvegi Natalia Gabinska, fædd 6. mars 1998, og Magdalena Hyz, fædd 9. maí 1997. 7. ágúst 2013 12:02 Tvær stúlkur létust í bílslysi við Meðallandsveg Tvær pólskar stúlkur létust í alvarlegu umferðarslysi á Suðurlandsvegi, skammt austan við Meðallandsveg, um þrjú leytið í gær. Stúlkurnar, sem voru fæddar árið 1997 og 1998, voru úrskurðaðar látnar á vettvangi þegar lífgunartilraunir, sem vegfarendur hófu en var haldið áfram af sjúkraliði, báru ekki árangur. 5. ágúst 2013 11:15 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákært karlmann fyrir manndráp af gáleysi vegna banaslyss sem varð þann 4. ágúst 2013 á Suðurlandsvegi við Meðallandsveg í Eldhrauni. Tvær pólskar stúlkur sem voru farþegar í aftursæti bílsins létust í slysinu. Þær voru fæddar 1997 og 1998 og voru gestkomandi hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekið án gildra ökuréttinda og á 124 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn tók fram úr annarri bifreið „án nægilegrar aðgæslu og án þess þá að aka inn á rétta akrein um leið og unnt var án hættu og óþæginda“, eins og segir í ákæru. Er talið að maðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður sem hafi orðið til þess að hann missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti utan vegar og valt. Staðnæmdist bíllinn á hvolfi úti í hrauni þar sem kviknaði í honum. Stúlkurnar tvær sem létust köstuðust út úr bifreiðinni en þær voru hvorugar í bílbelti að því er fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þær hlutu alvarlega áverka á heila og létust á vettvangi. Foreldrar annarrar stúlkunnar gera einkaréttarkröfu í málinu og fara fram á 5 milljónir króna í skaðabætur. Þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands fóru þau svo fram á að þeim yrði skipaður réttargæslumaður í málinu en á það var ekki fallist. Sú niðurstaða var kærð til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms.
Tengdar fréttir Ferðamenn fyrstir á vettvang banaslyss Ferðalag Urgo- fjölskyldunnar tók skyndilega krappa beygju þegar þau keyrðu að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann fjórða ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2013 21:41 Nöfn stúlknanna sem létust í bílslysi á Suðurlandsvegi Natalia Gabinska, fædd 6. mars 1998, og Magdalena Hyz, fædd 9. maí 1997. 7. ágúst 2013 12:02 Tvær stúlkur létust í bílslysi við Meðallandsveg Tvær pólskar stúlkur létust í alvarlegu umferðarslysi á Suðurlandsvegi, skammt austan við Meðallandsveg, um þrjú leytið í gær. Stúlkurnar, sem voru fæddar árið 1997 og 1998, voru úrskurðaðar látnar á vettvangi þegar lífgunartilraunir, sem vegfarendur hófu en var haldið áfram af sjúkraliði, báru ekki árangur. 5. ágúst 2013 11:15 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Ferðamenn fyrstir á vettvang banaslyss Ferðalag Urgo- fjölskyldunnar tók skyndilega krappa beygju þegar þau keyrðu að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann fjórða ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2013 21:41
Nöfn stúlknanna sem létust í bílslysi á Suðurlandsvegi Natalia Gabinska, fædd 6. mars 1998, og Magdalena Hyz, fædd 9. maí 1997. 7. ágúst 2013 12:02
Tvær stúlkur létust í bílslysi við Meðallandsveg Tvær pólskar stúlkur létust í alvarlegu umferðarslysi á Suðurlandsvegi, skammt austan við Meðallandsveg, um þrjú leytið í gær. Stúlkurnar, sem voru fæddar árið 1997 og 1998, voru úrskurðaðar látnar á vettvangi þegar lífgunartilraunir, sem vegfarendur hófu en var haldið áfram af sjúkraliði, báru ekki árangur. 5. ágúst 2013 11:15