Orðinn of gamall fyrir England Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2015 06:00 Aftur til svíþjóðar Kári Árnason hóf atvinnumannaferilinn í Svíþjóð með Djurgården og er kominn aftur. Fréttablaðið/EPA Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skrifaði undir tveggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Malmö í gær, en hann kemur til liðsins frá Rotherham á Englandi. Kári hefur spilað undanfarin þrjú ár með Rotherham þar sem hann fór með liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum og svo hélt liðið sér í ensku B-deildinni sem nýliði í ár. „Okkur gekk vel en liðið er að missa marga leikmenn, þar af algjöra burðarása. Þetta verður erfitt held ég. En ég er mjög glaður með þessa lendingu. Malmö er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið. Kári átti eitt ár eftir af samningi sínum við Rotherham en hann vildi komast burt. Hann leitaði fyrir sér á Englandi en ekki gekk að fá samning þar. „Ég sá ekki fram á neina hreyfingu þar. Þeir eru voðalega mikið að spá í aldri leikmanna en ekki hvað þeir geta. Við fengum skilaboð um það frá öllum liðum sem við töluðum að þeim líkaði við mig sem leikmann en ég væri bara of gamall. Ég gafst því upp á að reyna að finna stærra lið að fara til innan Englands,“ segir Kári.Ekki hollt umhverfi Hjá Rotherham var miðvörðurinn undir stjórn hins litríka Steve Evans sem er mjög svo sérstakur. Kári hefur aldrei verið mikill aðdáandi þótt hann vilji ekki lasta stjórann mikið opinberlega. „Ég gat ekki hugsað mér að vera áfram í umhverfi sem er sett í svona vinnuaðstæður. Það voru bara öskur og læti og æfingarnar ekki þær bestu. Hið daglega líf var bara ekki nógu gott. Það er ekki hollt fyrir neinn, í hvaða vinnu sem er, að starfa við svona aðstæður. Þetta átti að vera skemmtilegasta starf í heimi en var það svo sannarlega ekki,“ segir Kári.Aftur til Svíþjóðar Kári hóf atvinnumannsferilinn í Svíþjóð árið 2004 þegar hann gekk í raðir Djurgården frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. Hann varð bæði Svíþjóðar- og bikarmeistari með liðinu áður en hann söðlaði um og fór til AGF í Danmörku. Hann fór til Plymouth á Englandi 2009 og var hjá Aberdeen í Skotlandi í eitt ár áður en hann gekk í raðir Rotherham. „Það heillaði auðvitað að fara til Kína eða Rússlands en ég held, eftir á að hyggja, að þetta hafi verið fín lending. Þetta er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum og lítur ágætlega út,“ segir Kári Árnason. Malmö er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og á fyrir höndum leiki gegn liði frá Litháen í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skrifaði undir tveggja ára samning við Svíþjóðarmeistara Malmö í gær, en hann kemur til liðsins frá Rotherham á Englandi. Kári hefur spilað undanfarin þrjú ár með Rotherham þar sem hann fór með liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum og svo hélt liðið sér í ensku B-deildinni sem nýliði í ár. „Okkur gekk vel en liðið er að missa marga leikmenn, þar af algjöra burðarása. Þetta verður erfitt held ég. En ég er mjög glaður með þessa lendingu. Malmö er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið. Kári átti eitt ár eftir af samningi sínum við Rotherham en hann vildi komast burt. Hann leitaði fyrir sér á Englandi en ekki gekk að fá samning þar. „Ég sá ekki fram á neina hreyfingu þar. Þeir eru voðalega mikið að spá í aldri leikmanna en ekki hvað þeir geta. Við fengum skilaboð um það frá öllum liðum sem við töluðum að þeim líkaði við mig sem leikmann en ég væri bara of gamall. Ég gafst því upp á að reyna að finna stærra lið að fara til innan Englands,“ segir Kári.Ekki hollt umhverfi Hjá Rotherham var miðvörðurinn undir stjórn hins litríka Steve Evans sem er mjög svo sérstakur. Kári hefur aldrei verið mikill aðdáandi þótt hann vilji ekki lasta stjórann mikið opinberlega. „Ég gat ekki hugsað mér að vera áfram í umhverfi sem er sett í svona vinnuaðstæður. Það voru bara öskur og læti og æfingarnar ekki þær bestu. Hið daglega líf var bara ekki nógu gott. Það er ekki hollt fyrir neinn, í hvaða vinnu sem er, að starfa við svona aðstæður. Þetta átti að vera skemmtilegasta starf í heimi en var það svo sannarlega ekki,“ segir Kári.Aftur til Svíþjóðar Kári hóf atvinnumannsferilinn í Svíþjóð árið 2004 þegar hann gekk í raðir Djurgården frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. Hann varð bæði Svíþjóðar- og bikarmeistari með liðinu áður en hann söðlaði um og fór til AGF í Danmörku. Hann fór til Plymouth á Englandi 2009 og var hjá Aberdeen í Skotlandi í eitt ár áður en hann gekk í raðir Rotherham. „Það heillaði auðvitað að fara til Kína eða Rússlands en ég held, eftir á að hyggja, að þetta hafi verið fín lending. Þetta er orðið stærsta félagið á Norðurlöndum og lítur ágætlega út,“ segir Kári Árnason. Malmö er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og á fyrir höndum leiki gegn liði frá Litháen í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Fótbolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira