Innlent

Afkoma kúabúa versnaði til muna milli áranna 2013 og 2014

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Minnsta mjólkurbúið í 38 búa úrtaki Landssambands kúabænda framleiddi rúma 100.000 lítra á síðasta ári, en það stærsta rúma 700.000 lítra.
Minnsta mjólkurbúið í 38 búa úrtaki Landssambands kúabænda framleiddi rúma 100.000 lítra á síðasta ári, en það stærsta rúma 700.000 lítra. Fréttablaðið/GVA
Hagnaður af reglulegri starfsemi kúabúa var rúmlega helmingi minni árið 2014 en árið þar áður, samkvæmt samantekt Landssambands kúabænda (LK) á afkomu 38 íslenskra kúabúa.

Birtar eru á vef LK jafnaðartölur úr rekstri búanna. Þau eru misstór og af Suður-, Vestur- og Norðurlandi. Árið 2014 lögðu þau inn að jafnaði 277.000 lítra, 22.500 lítrum meira en 2013. „Minnsta búið framleiddi rétt ríflega 100.000 lítra 2014 en það stærsta rúmlega 700.000 lítra.“

Árið 2013 var að jafnaði rétt rúmlega milljón króna afgangur á fjármagnsliðum búanna, sem skýrist af endurútreikningi lána. Sé sú leiðrétting tekin út fyrir sviga verður samdráttur hagnaðar á milli ára aðeins minni, eða um 45 prósent í stað 52 prósenta. 

Launakostnaður jókst um 15,1 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×