Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir unnu fyrsta leik sinn á Evrópumóti U22 í strandblaki í morgun en keppt er í Macedo de Cavaleiros í Portúgal. Báru þær sigur úr býtum gegn sterkasta liði Noregs.
Unnu þær fyrstu hrinuna naumlega eftir mikla spennu 22-20 en töpuðu annarri hrinunni 19-21. Þurfti því að grípa til odda þar sem stelpurnar unnu sannfærandi 15-11 sigur.
Eru þær í F-riðli og eiga næst leik gegn Austurríki í dag klukkan 16:10 að staðartíma, 15:10 á íslenskum tíma.
Berglind og Elísabet unnu fyrsta leik á EM
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti