Dæmi um uppsagnir vegna of hás tryggingagjalds Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2015 13:24 Þrjú hundruð og níu fyrirtæki skora á fjárlaganefnd Alþingis og ríkisstjórn að lækka tryggingagjaldið á næsta ári. Síðast fundur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga fer fram á Alþingi á morgun. Tryggingagjaldið er 7,5 prósent í dag og hafa bæði forseti Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins skorað á ríkisstjórnina að standa við fyrirheit sín í tengslum við gerð SALEK samkomulagsins svo kallaða um lækkun gjaldsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar tvö á föstudag að lækkun gjaldsins væri forsenda þess að atvinnurekendur gætu staðið að leiðréttingu launa samkvæmt SALEK samkomulaginu. En verði ekki að því verða allir kjarasamnngar á almennum markaði lausir í febrúar samkvæmt ákvæðum kjarasamninganna. Bæði Þorsteinn og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ telja að þá muni reynast mjög erfitt að ná samkomulagi um leiðréttingu launa og minnir Gylfi á að í febrúar yrði friðarskylda verkalýðshreyfingarinnar runnin út og því gæti allt logað í verkföllum eftir áramótin, haldi SALEK samkomulagið ekki. Samtök atvinnulífsins telja nauðsynlegt að tryggingagjaldið lækki úr 7,5 prósentum í 5 prósent í tveimur áföngum. Það þyrfti því að lækka gjaldið um 1,25 prósent í fjárlögum næsta árs. Það myndi kosta ríkissjóð á bilinu 13 til 14 milljarða króna. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunarog þjónustu segir tryggingagjaldið mjög afgerandi kostnaðarþáttur í í rekstri fyrirtækja, ekki síst innan verslunar og þjónustu. „Ég get nefnt mýmörg dæmi um það úr fortíðinni frá hruni að fyrirtæki hafa þurft að segja upp starfsmönnum til að mæta þeim kostnaði sem hækkun tryggingagjaldsins hefur haft í för með sér,“ segir Andrés. Þannig að það hefur snúist upp í andhverfu sína? „Að mínu mati já,“ segir Andrés. Tryggingagjaldið var hækkað í tíð síðustu ríkisstjórnar til að standa undir greiðslum vegna aukins atvinnuleysis eftir efnahagshrunið og var það gert í samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins sem tímabundin aðgerð. Atvinnuleysið er nú um 3 prósent en var 8-9 prósent þegar tryggingagjaldið var hækkað. Þau sex samtök atvinnulífsins sem birta áskorun til stjórnvalda í dagblöðunum í dag um lækkun gjaldsins, telja að atvinnulífið sé að greiða um 20 til 25 milljörðum króna hærra tryggingagjald en það ætti að vera miðað við fjölda atvinnulausra. Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Sjá meira
Þrjú hundruð og níu fyrirtæki skora á fjárlaganefnd Alþingis og ríkisstjórn að lækka tryggingagjaldið á næsta ári. Síðast fundur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga fer fram á Alþingi á morgun. Tryggingagjaldið er 7,5 prósent í dag og hafa bæði forseti Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins skorað á ríkisstjórnina að standa við fyrirheit sín í tengslum við gerð SALEK samkomulagsins svo kallaða um lækkun gjaldsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar tvö á föstudag að lækkun gjaldsins væri forsenda þess að atvinnurekendur gætu staðið að leiðréttingu launa samkvæmt SALEK samkomulaginu. En verði ekki að því verða allir kjarasamnngar á almennum markaði lausir í febrúar samkvæmt ákvæðum kjarasamninganna. Bæði Þorsteinn og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ telja að þá muni reynast mjög erfitt að ná samkomulagi um leiðréttingu launa og minnir Gylfi á að í febrúar yrði friðarskylda verkalýðshreyfingarinnar runnin út og því gæti allt logað í verkföllum eftir áramótin, haldi SALEK samkomulagið ekki. Samtök atvinnulífsins telja nauðsynlegt að tryggingagjaldið lækki úr 7,5 prósentum í 5 prósent í tveimur áföngum. Það þyrfti því að lækka gjaldið um 1,25 prósent í fjárlögum næsta árs. Það myndi kosta ríkissjóð á bilinu 13 til 14 milljarða króna. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunarog þjónustu segir tryggingagjaldið mjög afgerandi kostnaðarþáttur í í rekstri fyrirtækja, ekki síst innan verslunar og þjónustu. „Ég get nefnt mýmörg dæmi um það úr fortíðinni frá hruni að fyrirtæki hafa þurft að segja upp starfsmönnum til að mæta þeim kostnaði sem hækkun tryggingagjaldsins hefur haft í för með sér,“ segir Andrés. Þannig að það hefur snúist upp í andhverfu sína? „Að mínu mati já,“ segir Andrés. Tryggingagjaldið var hækkað í tíð síðustu ríkisstjórnar til að standa undir greiðslum vegna aukins atvinnuleysis eftir efnahagshrunið og var það gert í samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins sem tímabundin aðgerð. Atvinnuleysið er nú um 3 prósent en var 8-9 prósent þegar tryggingagjaldið var hækkað. Þau sex samtök atvinnulífsins sem birta áskorun til stjórnvalda í dagblöðunum í dag um lækkun gjaldsins, telja að atvinnulífið sé að greiða um 20 til 25 milljörðum króna hærra tryggingagjald en það ætti að vera miðað við fjölda atvinnulausra.
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Sjá meira