Dæmi um uppsagnir vegna of hás tryggingagjalds Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2015 13:24 Þrjú hundruð og níu fyrirtæki skora á fjárlaganefnd Alþingis og ríkisstjórn að lækka tryggingagjaldið á næsta ári. Síðast fundur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga fer fram á Alþingi á morgun. Tryggingagjaldið er 7,5 prósent í dag og hafa bæði forseti Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins skorað á ríkisstjórnina að standa við fyrirheit sín í tengslum við gerð SALEK samkomulagsins svo kallaða um lækkun gjaldsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar tvö á föstudag að lækkun gjaldsins væri forsenda þess að atvinnurekendur gætu staðið að leiðréttingu launa samkvæmt SALEK samkomulaginu. En verði ekki að því verða allir kjarasamnngar á almennum markaði lausir í febrúar samkvæmt ákvæðum kjarasamninganna. Bæði Þorsteinn og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ telja að þá muni reynast mjög erfitt að ná samkomulagi um leiðréttingu launa og minnir Gylfi á að í febrúar yrði friðarskylda verkalýðshreyfingarinnar runnin út og því gæti allt logað í verkföllum eftir áramótin, haldi SALEK samkomulagið ekki. Samtök atvinnulífsins telja nauðsynlegt að tryggingagjaldið lækki úr 7,5 prósentum í 5 prósent í tveimur áföngum. Það þyrfti því að lækka gjaldið um 1,25 prósent í fjárlögum næsta árs. Það myndi kosta ríkissjóð á bilinu 13 til 14 milljarða króna. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunarog þjónustu segir tryggingagjaldið mjög afgerandi kostnaðarþáttur í í rekstri fyrirtækja, ekki síst innan verslunar og þjónustu. „Ég get nefnt mýmörg dæmi um það úr fortíðinni frá hruni að fyrirtæki hafa þurft að segja upp starfsmönnum til að mæta þeim kostnaði sem hækkun tryggingagjaldsins hefur haft í för með sér,“ segir Andrés. Þannig að það hefur snúist upp í andhverfu sína? „Að mínu mati já,“ segir Andrés. Tryggingagjaldið var hækkað í tíð síðustu ríkisstjórnar til að standa undir greiðslum vegna aukins atvinnuleysis eftir efnahagshrunið og var það gert í samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins sem tímabundin aðgerð. Atvinnuleysið er nú um 3 prósent en var 8-9 prósent þegar tryggingagjaldið var hækkað. Þau sex samtök atvinnulífsins sem birta áskorun til stjórnvalda í dagblöðunum í dag um lækkun gjaldsins, telja að atvinnulífið sé að greiða um 20 til 25 milljörðum króna hærra tryggingagjald en það ætti að vera miðað við fjölda atvinnulausra. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þrjú hundruð og níu fyrirtæki skora á fjárlaganefnd Alþingis og ríkisstjórn að lækka tryggingagjaldið á næsta ári. Síðast fundur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga fer fram á Alþingi á morgun. Tryggingagjaldið er 7,5 prósent í dag og hafa bæði forseti Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins skorað á ríkisstjórnina að standa við fyrirheit sín í tengslum við gerð SALEK samkomulagsins svo kallaða um lækkun gjaldsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar tvö á föstudag að lækkun gjaldsins væri forsenda þess að atvinnurekendur gætu staðið að leiðréttingu launa samkvæmt SALEK samkomulaginu. En verði ekki að því verða allir kjarasamnngar á almennum markaði lausir í febrúar samkvæmt ákvæðum kjarasamninganna. Bæði Þorsteinn og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ telja að þá muni reynast mjög erfitt að ná samkomulagi um leiðréttingu launa og minnir Gylfi á að í febrúar yrði friðarskylda verkalýðshreyfingarinnar runnin út og því gæti allt logað í verkföllum eftir áramótin, haldi SALEK samkomulagið ekki. Samtök atvinnulífsins telja nauðsynlegt að tryggingagjaldið lækki úr 7,5 prósentum í 5 prósent í tveimur áföngum. Það þyrfti því að lækka gjaldið um 1,25 prósent í fjárlögum næsta árs. Það myndi kosta ríkissjóð á bilinu 13 til 14 milljarða króna. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunarog þjónustu segir tryggingagjaldið mjög afgerandi kostnaðarþáttur í í rekstri fyrirtækja, ekki síst innan verslunar og þjónustu. „Ég get nefnt mýmörg dæmi um það úr fortíðinni frá hruni að fyrirtæki hafa þurft að segja upp starfsmönnum til að mæta þeim kostnaði sem hækkun tryggingagjaldsins hefur haft í för með sér,“ segir Andrés. Þannig að það hefur snúist upp í andhverfu sína? „Að mínu mati já,“ segir Andrés. Tryggingagjaldið var hækkað í tíð síðustu ríkisstjórnar til að standa undir greiðslum vegna aukins atvinnuleysis eftir efnahagshrunið og var það gert í samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins sem tímabundin aðgerð. Atvinnuleysið er nú um 3 prósent en var 8-9 prósent þegar tryggingagjaldið var hækkað. Þau sex samtök atvinnulífsins sem birta áskorun til stjórnvalda í dagblöðunum í dag um lækkun gjaldsins, telja að atvinnulífið sé að greiða um 20 til 25 milljörðum króna hærra tryggingagjald en það ætti að vera miðað við fjölda atvinnulausra.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira