Ættleiðingar barna frá Sýrlandi: Hvorki skynsamlegasti kosturinn né sá sem mest þörf er á Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2015 13:51 Þúsundir sýrlenskra barna hafast nú við í flóttamannabúðum. Fréttin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA UNICEF segir að í ljósi umræðu um mögulegar ættleiðingar barna frá Sýrlandi, sé rétt að leggja áherslu á að sem fyrr sé mikilvægast að sameina fjölskyldur. „Skiljanlegt er að fólk hugsi til þess möguleika að ættleiða börn frá Sýrlandi en það er hvorki skynsamlegasti kosturinn né sá sem mest þörf er á.“Í frétt á vef UNICEF kemur fram að þau börn frá Sýrlandi sem talað er um sem munaðarlaus eiga langflest fjölskyldu. „Þau eiga föðursystur, móðurbræður, ömmur, afa, systkynabörn, ömmusystur, afabræður og aðra ættingja. Mörg eiga auk þess foreldra á lífi en hafa orðið viðskila við þá. Verkefnið er og verður að ná að sameina þessi börn fjölskyldu sinni og gera þeim kleift að vera saman. Að þessu vinna UNICEF og aðrar hjálparstofnanir hörðum höndum.“ Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, beindi í síðustu viku fyrirspurn til innanríkisráðherra um ættleiðingar á munaðarlausum börnum úr flóttamannabúðum. Spurði hún um hvernig fyrirkomulagið sé á því ef einstaklingur vill ættleiða munaðarlaust barn úr flóttamannabúðum og hvort önnur ríki hafi komið á ákveðnu fyrirkomulagi í þessum efnum.Sjá einnig: Spyr um ættleiðingar á munaðarlausum börnum úr flóttamannabúðum UNICEF og fleiri hjálparsamtök leggja áherslu á að ættleiðingar milli landa séu ávallt síðasta lausnin, þegar sameining við fjölskyldu er þaulreynd. „Þetta á sérstaklega við þegar neyðarástand ríkir eins og í Sýrlandi þar sem óeðlilegur þrýstingur getur myndast á fjölskyldur að láta frá sér börn og öryggisástand er það ótryggt að erfitt er að sannreyna hvort börn eigi aðstandendur á lífi eða ekki. Vert er að geta þess að ríki Mið-Austurlanda leyfa almennt ekki ættleiðingar á milli landa þar sem formlegar ættleiðingar eru ekki það sem tíðkast á svæðinu heldur ótímabundið fóstur. Af þeim löndum sem tengjast inn í átökin í Sýrlandi hefur einungis Tyrkland fullgilt Haag-sáttmálann um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu á milli landa. Bæði íslensk stjórnvöld og flestar alþjóðlegar stofnanir sem starfa í þágu barna krefjast þess að allar ættleiðingar byggist á grundvallarreglum Haag-sáttmálans ásamt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir í frétt UNICEF. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
UNICEF segir að í ljósi umræðu um mögulegar ættleiðingar barna frá Sýrlandi, sé rétt að leggja áherslu á að sem fyrr sé mikilvægast að sameina fjölskyldur. „Skiljanlegt er að fólk hugsi til þess möguleika að ættleiða börn frá Sýrlandi en það er hvorki skynsamlegasti kosturinn né sá sem mest þörf er á.“Í frétt á vef UNICEF kemur fram að þau börn frá Sýrlandi sem talað er um sem munaðarlaus eiga langflest fjölskyldu. „Þau eiga föðursystur, móðurbræður, ömmur, afa, systkynabörn, ömmusystur, afabræður og aðra ættingja. Mörg eiga auk þess foreldra á lífi en hafa orðið viðskila við þá. Verkefnið er og verður að ná að sameina þessi börn fjölskyldu sinni og gera þeim kleift að vera saman. Að þessu vinna UNICEF og aðrar hjálparstofnanir hörðum höndum.“ Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, beindi í síðustu viku fyrirspurn til innanríkisráðherra um ættleiðingar á munaðarlausum börnum úr flóttamannabúðum. Spurði hún um hvernig fyrirkomulagið sé á því ef einstaklingur vill ættleiða munaðarlaust barn úr flóttamannabúðum og hvort önnur ríki hafi komið á ákveðnu fyrirkomulagi í þessum efnum.Sjá einnig: Spyr um ættleiðingar á munaðarlausum börnum úr flóttamannabúðum UNICEF og fleiri hjálparsamtök leggja áherslu á að ættleiðingar milli landa séu ávallt síðasta lausnin, þegar sameining við fjölskyldu er þaulreynd. „Þetta á sérstaklega við þegar neyðarástand ríkir eins og í Sýrlandi þar sem óeðlilegur þrýstingur getur myndast á fjölskyldur að láta frá sér börn og öryggisástand er það ótryggt að erfitt er að sannreyna hvort börn eigi aðstandendur á lífi eða ekki. Vert er að geta þess að ríki Mið-Austurlanda leyfa almennt ekki ættleiðingar á milli landa þar sem formlegar ættleiðingar eru ekki það sem tíðkast á svæðinu heldur ótímabundið fóstur. Af þeim löndum sem tengjast inn í átökin í Sýrlandi hefur einungis Tyrkland fullgilt Haag-sáttmálann um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu á milli landa. Bæði íslensk stjórnvöld og flestar alþjóðlegar stofnanir sem starfa í þágu barna krefjast þess að allar ættleiðingar byggist á grundvallarreglum Haag-sáttmálans ásamt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir í frétt UNICEF.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira