Gera ráð fyrir 1.780 milljón króna hagræðingu Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2015 15:46 Vísir/Vilhelm Verðbólguspá Reykjavíkurborgar hefur verið lækkuð úr 4,9 prósentum í 3,2 prósent vegna verðbólguspár í þjóðhagsspá. Einnig var spá um gengisþróun og þróun launa breytt til samræmis við spána. Breytingarnar hafa í för með sér breytingar í tekju- og útgjaldaspá borgarinnar fyrir næsta ár. Fjárhagsáætlun borgarinnar, sem og fimm ára áætlun, var lögð fram til seinni umræðu á fundi borgarstjórnar í dag. Umræðu um gjaldskrár var frestað til fundar borgarstjórnar þann 15. desember. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gert sé ráð fyrir 1.780 milljóna króna hagræðingu á næsta ári. Rekstrarniðurstaða borgarinnar er jákvæð um 11 milljarða króna. Þá kynnti Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sameiginleg leiðarljós borgarráðs í þeirri hagræðingarvinnu sem framundan er. Þau eru: Grunnþjónusta: Staðinn verður vörður um grunnþjónustu við íbúa en leitað hagkvæmari leiða til að veita hana.Gjaldskrár: Staðinn verður vörður um hagsmuni barnafjölskyldna. Gjaldskrám vegna þjónustu leikskóla, grunnskóla og frístund verður áfram stillt í hóf.Starfsmenn: Fjöldi stöðugilda verði takmarkaður og hægt á nýráðningum eftir því sem kostur er.Húsnæði: Stefnt verði að betri nýtingu húsnæðis og samnýtingu húsnæðis fyrir starfsemi og þjónustu borgarinnar, með uppsögn leigusamninga og fækkun fermetra í notkun.Innkaup: Stefnt verði að aukinni hagkvæmni í innkaupum, með aukinni samræmingu, rammasamningum og notkun örútboða þvert á svið og stofnanir borgarinnar í þeim vöru- og þjónustuflokkum þar sem tækifæri eru til að ná fram sparnaði. Sjálfstæðisflokkurinn segir að stanslaust óveður sé í rekstri borgarinnar. Þjónusta við aldraða, fatlaða og börn sé ógnað vegna sinnuleysis meirihlutans og að margt þurfi að ganga upp í rekstrinum til þess að fjárhagsáætlun næsta árs gangi upp. Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að „Nauðsynlegri vinnu við að taka á rekstri borgarinnar árið 2015 hefur verið ýtt yfir á næsta ár þrátt fyrir að fyrir löngu væri ljóst að reksturinn árið 2015 væri í alvarlegri stöðu.“ Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Verðbólguspá Reykjavíkurborgar hefur verið lækkuð úr 4,9 prósentum í 3,2 prósent vegna verðbólguspár í þjóðhagsspá. Einnig var spá um gengisþróun og þróun launa breytt til samræmis við spána. Breytingarnar hafa í för með sér breytingar í tekju- og útgjaldaspá borgarinnar fyrir næsta ár. Fjárhagsáætlun borgarinnar, sem og fimm ára áætlun, var lögð fram til seinni umræðu á fundi borgarstjórnar í dag. Umræðu um gjaldskrár var frestað til fundar borgarstjórnar þann 15. desember. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gert sé ráð fyrir 1.780 milljóna króna hagræðingu á næsta ári. Rekstrarniðurstaða borgarinnar er jákvæð um 11 milljarða króna. Þá kynnti Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sameiginleg leiðarljós borgarráðs í þeirri hagræðingarvinnu sem framundan er. Þau eru: Grunnþjónusta: Staðinn verður vörður um grunnþjónustu við íbúa en leitað hagkvæmari leiða til að veita hana.Gjaldskrár: Staðinn verður vörður um hagsmuni barnafjölskyldna. Gjaldskrám vegna þjónustu leikskóla, grunnskóla og frístund verður áfram stillt í hóf.Starfsmenn: Fjöldi stöðugilda verði takmarkaður og hægt á nýráðningum eftir því sem kostur er.Húsnæði: Stefnt verði að betri nýtingu húsnæðis og samnýtingu húsnæðis fyrir starfsemi og þjónustu borgarinnar, með uppsögn leigusamninga og fækkun fermetra í notkun.Innkaup: Stefnt verði að aukinni hagkvæmni í innkaupum, með aukinni samræmingu, rammasamningum og notkun örútboða þvert á svið og stofnanir borgarinnar í þeim vöru- og þjónustuflokkum þar sem tækifæri eru til að ná fram sparnaði. Sjálfstæðisflokkurinn segir að stanslaust óveður sé í rekstri borgarinnar. Þjónusta við aldraða, fatlaða og börn sé ógnað vegna sinnuleysis meirihlutans og að margt þurfi að ganga upp í rekstrinum til þess að fjárhagsáætlun næsta árs gangi upp. Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að „Nauðsynlegri vinnu við að taka á rekstri borgarinnar árið 2015 hefur verið ýtt yfir á næsta ár þrátt fyrir að fyrir löngu væri ljóst að reksturinn árið 2015 væri í alvarlegri stöðu.“
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira