Dæmdur til refsingar fyrir að ráðast á tvær stúlkur í „techno-tjaldinu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. desember 2015 17:48 Frá Þjóðhátíð í ár. vísir/jói Rúmlega tvítugur maður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Þær áttu sér stað í technotjaldinu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Sannað þótti að hann hefði veist að tveimur stúlkum, kýlt aðra í andlitið en skallað hina. Fullnustu refsingarinnar er frestað í tvö ár haldi hann skilorð. Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 3. ágúst 2014 en fyrst um sinn var eineggja tvíburabróðir gerandans handtekinn grunaður um verknaðinn. Síðar var hinn sakfelldi handtekinn og gistu þeir báðir fangageymslur eftir árásina. Sá hafði verið, ásamt öðrum, að skemmta sér. Var hann vel við skál en fleiri en eitt vitni lýsa því sem svo að hann hafi verið mjög æstur og því líkast að hann væri „andsetinn“. Eitt vitnanna bar því við að það hafi þekkt ákærða í tæpan áratug en það hafi aldrei séð hann í þessum ham. Hinn sakfelldi lýsti því fyrir dómi að kærasta hans hafi verið í stympingum við aðra stúlku inn í tjaldinu og hann hafi ætlað að stía þeim í sundur. Hafi honum þá verið kastað frá og hann meðal annars rifinn úr peysunni sinni. Kvaðst hann ekki hafa kýlt eða skallað nokkurn mann. Önnur vitni sögðu aðra sögu eða að hann gerst sekur um brotin þegar brotaþolar gegnu á milli í ryskingunum. Dómari í málinu taldi það sannað, eftir að hafa metið framburð vitna, að maðurinn hefði gerst brotlegur. Ákærði hafði krafist frávísunar málsins frá dómi þar sem að almannahagsmunir hafi ekki krafist þess að ákæra yrði gefin út í málinu. Þeirri ástæðu var hafnað þar sem að það mat væri á höndum ákæruvaldsins. Auk fyrrgreindrar refsingarinnar hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Sú upphæð nemur 225.265 krónum. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Rúmlega tvítugur maður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Þær áttu sér stað í technotjaldinu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Sannað þótti að hann hefði veist að tveimur stúlkum, kýlt aðra í andlitið en skallað hina. Fullnustu refsingarinnar er frestað í tvö ár haldi hann skilorð. Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 3. ágúst 2014 en fyrst um sinn var eineggja tvíburabróðir gerandans handtekinn grunaður um verknaðinn. Síðar var hinn sakfelldi handtekinn og gistu þeir báðir fangageymslur eftir árásina. Sá hafði verið, ásamt öðrum, að skemmta sér. Var hann vel við skál en fleiri en eitt vitni lýsa því sem svo að hann hafi verið mjög æstur og því líkast að hann væri „andsetinn“. Eitt vitnanna bar því við að það hafi þekkt ákærða í tæpan áratug en það hafi aldrei séð hann í þessum ham. Hinn sakfelldi lýsti því fyrir dómi að kærasta hans hafi verið í stympingum við aðra stúlku inn í tjaldinu og hann hafi ætlað að stía þeim í sundur. Hafi honum þá verið kastað frá og hann meðal annars rifinn úr peysunni sinni. Kvaðst hann ekki hafa kýlt eða skallað nokkurn mann. Önnur vitni sögðu aðra sögu eða að hann gerst sekur um brotin þegar brotaþolar gegnu á milli í ryskingunum. Dómari í málinu taldi það sannað, eftir að hafa metið framburð vitna, að maðurinn hefði gerst brotlegur. Ákærði hafði krafist frávísunar málsins frá dómi þar sem að almannahagsmunir hafi ekki krafist þess að ákæra yrði gefin út í málinu. Þeirri ástæðu var hafnað þar sem að það mat væri á höndum ákæruvaldsins. Auk fyrrgreindrar refsingarinnar hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Sú upphæð nemur 225.265 krónum.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira