Innlent

WOW óstundvísast þriðja mánuðinn í röð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Flugfélagið WOW air var samkvæmt nýrri úttekt Dohop óstundvísasta flugfélagið við komur í nóvember, með 54 prósent koma á réttum tíma og meðaltöf um 25 mínútur. Félagið hefur skipað fyrsta sætið í óstundvísi síðustu þrjá mánuði

Þá reyndist breska flugfélagið easyJet óstundvísasta flugfélagið við brottfarir í nóvember með 65 prósent á réttum tíma og meðaltöf tæpar þrettán mínútur. Það var þó stundvísast við komur, með 77 prósent komufluga á réttum tíma. Félagið hlaut í september og október titilinn stundvísasta félagið, bæði við brottfarir og komur.

Icelandair var í nóvember stundvísasta félagið við brottfarir með 83 prósent á réttum tíma.

Tvö flug voru felld niður í nóvember, bæði við komur. Icelandair felldi niður annað þeirra en WOW air hitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×