Arion banki synjar Pírötum um að opna bankareikning Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 2. desember 2015 07:00 Varaformaður Pírata í Borgarbyggð segist hafa áhyggjur af því að Arionbanki skerði borgararéttindi heimilislausra með því að synja þeim um bankareikninga. Fréttablaðið/Stefán Arion banki í Borgarbyggð hefur synjað aðildarfélagi Pírata þar í bæ um að stofna bankareikning. Að sögn Ágústs S. Beaumont, varaformanns félagsins, er það stjórnarseta hans í stjórnmálasamtökunum sem bankinn setur fyrir sig sem rök fyrir synjuninni. „Við höfum verið að vinna í því að stofna bankareikning og það hefur gengið alveg ofboðslega hægt,“ segir Ágúst en eftir um þriggja vikna bið synjaði bankinn loks félaginu. „Þeir segja að ég þurfi að segja af mér og einhver annar koma inn í staðinn.“ Upphaflega hafi bankinn borið fyrir sig grun um hugsanlegt peningaþvætti en þegar nánar var grennslast fyrir um það var vandamálið lögheimilisskráning Ágústs. Aðstæðna sinna vegna dvelur hann í sumarhúsi í Borgarbyggð. „Lögheimilisskráningin kallast „óstaðsettur í hús“ og sú skráning er yfirleitt notuð fyrir fólk sem á ekki hús eða býr á götunni,“ segir hann.Ágúst S. BeaumontÁgúst lenti í alvarlegri líkamsárás þegar hann bjó erlendis fyrir nokkrum árum og hefur því verið í endurhæfingu undanfarin ár og þyggur bætur frá Tryggingastofnun. „Hins vegar notar Tryggingastofnun þetta fyrir þá sem eru heimilislausir. Þeir vildu að ég notaði þessa skráningu af því að þeir vildu ekki greiða mér fullar bætur.“ Ágúst segir bankann setja þá skráningu fyrir sig. Hann hafi ráðfært sig við lögfræðing hjá Þjóðskrá sem hafi sagt honum að hans lögheimilisskráning væri jafn rétthá og hver önnur skráning. „Og þetta er skerðing á borgararéttindum og hugsanlega brot á stjórnarskránni því að allir þegnar eiga rétt á að fá að taka þátt í stjórnmálastarfsemi,“ segir Ágúst sem kveðst telja það alvarlegt ef fólk á borð við útigangsfólk sé gert að annars flokks borgurum með þessum hætti. Arion banki tjáir sig ekki um einstaka mál en samkvæmt upplýsingum frá bankanum eru gerðar ítarlegar kröfur um að fjármálastofnanir þekki sína viðskiptavini. Til að mynda til að koma í veg fyrir peningaþvætti og þvíumlíkt. Afla þarf oft ítarlegra upplýsinga þegar stofnað er til viðskipta. Bankinn er með reglur er snúa að félagasamtökum. Þá þarf upplýsingar um stjórnarmenn og þar á meðal lögheimilisskráningu. Þó er hægt í sérstökum tilfellum að skoða viðkomandi mál og veita undanþágu frá þeirri reglu. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Arion banki í Borgarbyggð hefur synjað aðildarfélagi Pírata þar í bæ um að stofna bankareikning. Að sögn Ágústs S. Beaumont, varaformanns félagsins, er það stjórnarseta hans í stjórnmálasamtökunum sem bankinn setur fyrir sig sem rök fyrir synjuninni. „Við höfum verið að vinna í því að stofna bankareikning og það hefur gengið alveg ofboðslega hægt,“ segir Ágúst en eftir um þriggja vikna bið synjaði bankinn loks félaginu. „Þeir segja að ég þurfi að segja af mér og einhver annar koma inn í staðinn.“ Upphaflega hafi bankinn borið fyrir sig grun um hugsanlegt peningaþvætti en þegar nánar var grennslast fyrir um það var vandamálið lögheimilisskráning Ágústs. Aðstæðna sinna vegna dvelur hann í sumarhúsi í Borgarbyggð. „Lögheimilisskráningin kallast „óstaðsettur í hús“ og sú skráning er yfirleitt notuð fyrir fólk sem á ekki hús eða býr á götunni,“ segir hann.Ágúst S. BeaumontÁgúst lenti í alvarlegri líkamsárás þegar hann bjó erlendis fyrir nokkrum árum og hefur því verið í endurhæfingu undanfarin ár og þyggur bætur frá Tryggingastofnun. „Hins vegar notar Tryggingastofnun þetta fyrir þá sem eru heimilislausir. Þeir vildu að ég notaði þessa skráningu af því að þeir vildu ekki greiða mér fullar bætur.“ Ágúst segir bankann setja þá skráningu fyrir sig. Hann hafi ráðfært sig við lögfræðing hjá Þjóðskrá sem hafi sagt honum að hans lögheimilisskráning væri jafn rétthá og hver önnur skráning. „Og þetta er skerðing á borgararéttindum og hugsanlega brot á stjórnarskránni því að allir þegnar eiga rétt á að fá að taka þátt í stjórnmálastarfsemi,“ segir Ágúst sem kveðst telja það alvarlegt ef fólk á borð við útigangsfólk sé gert að annars flokks borgurum með þessum hætti. Arion banki tjáir sig ekki um einstaka mál en samkvæmt upplýsingum frá bankanum eru gerðar ítarlegar kröfur um að fjármálastofnanir þekki sína viðskiptavini. Til að mynda til að koma í veg fyrir peningaþvætti og þvíumlíkt. Afla þarf oft ítarlegra upplýsinga þegar stofnað er til viðskipta. Bankinn er með reglur er snúa að félagasamtökum. Þá þarf upplýsingar um stjórnarmenn og þar á meðal lögheimilisskráningu. Þó er hægt í sérstökum tilfellum að skoða viðkomandi mál og veita undanþágu frá þeirri reglu.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira