Spyrja hvort að forsetinn sýni ekki barnalega einfeldni þegar hann spyrðir saman íslam og nasisma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2015 14:15 Skemmdir voru unnar á húsnæði Stofnunar múslima í kjölfar hryðjuverkanna í París en í kjölfar þeirra hefur Ólafur Ragnar Grímsson tjáð sig um þá sem aðhyllast öfgafulla íslamstrú. vísir „Óneitanlega er óheppilegt að forseti Íslands skuli með beinum hætti gera íslam tortryggilegt sem og stuðning Sádi-Araba við múslíma á Íslandi. Það er varla nýmæli að erlendir aðilar styrki og styðji trúfélög hér á landi. Hafa virkilega engin skráð trúfélög á Íslandi þegið gjafir eða styrki að utan? Og hafa lútherskar kirkjur Íslendinga úti í heimi aldrei fengið stuðning að heiman?“ Þetta segir í opnu bréfi Stofnunar múslima hér á landi til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands en bréfið var birt á Facebook-síðu stofnunarinnar í gær. Kemur bréfið í kjölfar forsíðuviðtals við forsetans í DV á föstudaginn en um viðtalið segir meðal annars í bréfinu: „Í kjölfar ódæðanna í París deildir þú með þjóðinni „hugsunum þínum, áhyggjum og greiningu“, eins og þú orðaðir það í helgarblaði DVs. Um leið kallaðir þú eftir „nýrri umræðu og nýju samtali.“ Þetta bréf er svar við því ákalli. Þú kaust að vekja sérstaka athygli á öfgafyllstu útgáfu íslams og sagðir eðli hennar að „viðurkenna ekki réttarríki jafnréttisins sem er okkar aðalsmerki.“ Þú sagðir einstaklinga í nágrannaríkjum okkar, sem eiga sér trúarlegar rætur í Miðausturlöndum, vera í „heilögu stríði við evrópskt samfélag, samfélag lýðræðis, mannréttinda, umburðarlyndis og frelsis.“ Svo áréttaðir þú að „þau öfl sem hafa fóstrað og fjármagnað öfgakennda útgáfu af íslam, stutt staði og skóla þar sem ungt fólk, einkum karlmenn, eru aldir upp í öfgakenningum, hafi greinilega ákveðið að Ísland eigi að vera hluti af þeirra athafnasvæði.““Stofnun múslima tekur ekki við skilyrtum gjöfum Forsetinn gerði síðan að umtalsefni í viðtalinu fund sem hann átti með sendiherra Sádi-Arabíu í mars síðastliðnum en þar greindi sendiherrann Ólafi Ragnari frá því að Sádi-Arabía hefði lagt til rúmar 100 milljónir í byggingu mosku hér á landi. Í bréfi stofnunar múslima segir síðan: „Þú furðaðir þig á að honum hafi þótt það fullkomlega eðlilegt en sagðir að þér þætti „óeðlilegt að erlent ríki blandi sér með þessum hætti í störf safnaða á Íslandi og skipti sér þannig af því hvernig búið er að þeim.“ Nú vill svo til að það var Stofnun múslíma á Íslandi sem fékk þetta fé, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Stofnunin á og rekur Ýmishúsið í Skógarhlíð þar sem Menningarsetur múslíma hefur starfsemi sína. Í stofnskrá stofnunarinnar segir að hún lúti íslenskum lögum og sé stjórnmálalega og efnahagslega sjálfstæð. Þótt hún taki við framlögum og gjöfum frá einstaklingum og stofnunum innan og utan Íslands tekur hún ekki við skilyrtum gjöfum.“„Leggjum af barnaskapinn, aukum skilning, víðsýni og umburðarlyndi“ Þá er í bréfinu einnig fjallað um ummælis forsetans sem hann lét fjalla í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni: „Þú gekkst svo langt að segja vandann sem fylgir öfgafullri íslamstrú þann mesta frá tímum nasista og sagðir að „sá vandi verð[i] ekki leystur með barnalegri einfeldni og einhverjum aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegra úrbóta“. En er það ekki einmitt barnaleg einfeldni og hættuleg að spyrða saman íslam, trúarbrögð eins og hálfs milljarðs manna, og nasisma?“ Í lokin á bréfinu segir síðan: „Leggjum af barnaskapinn, aukum skilning, víðsýni og umburðarlyndi. Á það hefur þú lagt áherslu á Samráðsvettvangi trúfélaga á Íslandi og vonandi stendur þú enn við það.“Opið bréf til herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forsetans okkar.Virðulegi forseti.Í kjölfar ódæðanna í París deildir þú...Posted by Foundation of Iceland on Tuesday, 1 December 2015 Tengdar fréttir Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í morgun ætlar að reynast umdeilt. 17. nóvember 2015 15:00 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Óneitanlega er óheppilegt að forseti Íslands skuli með beinum hætti gera íslam tortryggilegt sem og stuðning Sádi-Araba við múslíma á Íslandi. Það er varla nýmæli að erlendir aðilar styrki og styðji trúfélög hér á landi. Hafa virkilega engin skráð trúfélög á Íslandi þegið gjafir eða styrki að utan? Og hafa lútherskar kirkjur Íslendinga úti í heimi aldrei fengið stuðning að heiman?“ Þetta segir í opnu bréfi Stofnunar múslima hér á landi til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands en bréfið var birt á Facebook-síðu stofnunarinnar í gær. Kemur bréfið í kjölfar forsíðuviðtals við forsetans í DV á föstudaginn en um viðtalið segir meðal annars í bréfinu: „Í kjölfar ódæðanna í París deildir þú með þjóðinni „hugsunum þínum, áhyggjum og greiningu“, eins og þú orðaðir það í helgarblaði DVs. Um leið kallaðir þú eftir „nýrri umræðu og nýju samtali.“ Þetta bréf er svar við því ákalli. Þú kaust að vekja sérstaka athygli á öfgafyllstu útgáfu íslams og sagðir eðli hennar að „viðurkenna ekki réttarríki jafnréttisins sem er okkar aðalsmerki.“ Þú sagðir einstaklinga í nágrannaríkjum okkar, sem eiga sér trúarlegar rætur í Miðausturlöndum, vera í „heilögu stríði við evrópskt samfélag, samfélag lýðræðis, mannréttinda, umburðarlyndis og frelsis.“ Svo áréttaðir þú að „þau öfl sem hafa fóstrað og fjármagnað öfgakennda útgáfu af íslam, stutt staði og skóla þar sem ungt fólk, einkum karlmenn, eru aldir upp í öfgakenningum, hafi greinilega ákveðið að Ísland eigi að vera hluti af þeirra athafnasvæði.““Stofnun múslima tekur ekki við skilyrtum gjöfum Forsetinn gerði síðan að umtalsefni í viðtalinu fund sem hann átti með sendiherra Sádi-Arabíu í mars síðastliðnum en þar greindi sendiherrann Ólafi Ragnari frá því að Sádi-Arabía hefði lagt til rúmar 100 milljónir í byggingu mosku hér á landi. Í bréfi stofnunar múslima segir síðan: „Þú furðaðir þig á að honum hafi þótt það fullkomlega eðlilegt en sagðir að þér þætti „óeðlilegt að erlent ríki blandi sér með þessum hætti í störf safnaða á Íslandi og skipti sér þannig af því hvernig búið er að þeim.“ Nú vill svo til að það var Stofnun múslíma á Íslandi sem fékk þetta fé, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Stofnunin á og rekur Ýmishúsið í Skógarhlíð þar sem Menningarsetur múslíma hefur starfsemi sína. Í stofnskrá stofnunarinnar segir að hún lúti íslenskum lögum og sé stjórnmálalega og efnahagslega sjálfstæð. Þótt hún taki við framlögum og gjöfum frá einstaklingum og stofnunum innan og utan Íslands tekur hún ekki við skilyrtum gjöfum.“„Leggjum af barnaskapinn, aukum skilning, víðsýni og umburðarlyndi“ Þá er í bréfinu einnig fjallað um ummælis forsetans sem hann lét fjalla í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni: „Þú gekkst svo langt að segja vandann sem fylgir öfgafullri íslamstrú þann mesta frá tímum nasista og sagðir að „sá vandi verð[i] ekki leystur með barnalegri einfeldni og einhverjum aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegra úrbóta“. En er það ekki einmitt barnaleg einfeldni og hættuleg að spyrða saman íslam, trúarbrögð eins og hálfs milljarðs manna, og nasisma?“ Í lokin á bréfinu segir síðan: „Leggjum af barnaskapinn, aukum skilning, víðsýni og umburðarlyndi. Á það hefur þú lagt áherslu á Samráðsvettvangi trúfélaga á Íslandi og vonandi stendur þú enn við það.“Opið bréf til herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forsetans okkar.Virðulegi forseti.Í kjölfar ódæðanna í París deildir þú...Posted by Foundation of Iceland on Tuesday, 1 December 2015
Tengdar fréttir Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í morgun ætlar að reynast umdeilt. 17. nóvember 2015 15:00 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í morgun ætlar að reynast umdeilt. 17. nóvember 2015 15:00
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30